Mjög gott framtak

hjá þeim í Múrbúðinni og löngu tímabært.

Neytendur eru ansi oft blekktir með alskyns "útsölu tilboðum" eða bara "tilboðum" og frumskógurinn getur verið svo mikill að það er ekki nokkur leið að átta sig á því hvað er í gangi, eins og þeir benda á hérna. Oft á tíðum hefur maður á tilfinningunni að fyrst sé verðið hækkað og síðan er auglýst "útsala" frá því verði.

Þekkt er að ákveðin stórfyrirtæki auglýsi svokallaða verðvernd (prisgaranti) þar sem neytenda er lofað að ef varan finnist ódýrari annarstaðar fæst verðmunurinn greiddur.

Það sem aftur á móti er minna þekkt er að sömu fyritæki ná sérsamningum við ákveðna framleiðendur (td. heimilistækja framleiðendur) um framleiðslu á tækjum fyrir verslunarkeðjur sínar.  Tiltekin tæki bera kannski týpunúmer 406043E og eru einungis seld í verslunum ákveðinnar verslunarkeðju, samskonar tæki er svo selt í verslun samkepnis aðilans en ber týpunúmerið 406043EU.

Það sér því hver maður að þarna er neytendanum snúið í þvílíkan hring að erfitt er að gera verðsamanburð, eins viðurkenna framleiðendur að tækin beri týpunúmer eftir því hvaða land er framleitt fyrir þannig að verðsamanburður á milli landa getur einnig verið erfiður.

Ég keypti uppþvottavél af gerðinni AEG í fyrrasumar í Danmörku áður en af kaupunum varð leitaði ég eftir sömu vél hér heima en fann hana hvergi aftur á móti fann ég nánast eins vél með týpunúmer mjög svipað og á minni vél, verðmunur ca. 40þ íslenskar, mín kostaði 4000dkr. (ca. 47þ isk. á genginu þá) meðan þessi "íslenska" kostaði yfir 80þ.

Ég á erfitt með að goodera að það kosti meira en 40þ að flytja eina uppþvottavél til íslands..... fullur gámur af vörum kostar í sjófragt frá Danmörku hingað komin e-ð í kringum 150-200þ fyrir mig sem einstakling, það er á hreinu að innflytjendur fá einhvern afslátt, gefum okkur ca. 20% þá kostar gámurinn kannski í kringum 120-160þ.

Í einum 20 feta gám er hægt að koma fyrir ca. 56 þvottavélum sem gerir að pr. vél er flutningskostnaðurinn í mesta lagi 3000kr. síðan eru að sjálfsögðu einhverjir tollar og annað bull sem ríkið tekur, þannig að við erum kannski að tala um ca. 10.000 í mesta lagi pr. vél, samt leyfa þessir glæpamenn sér að að selja samskonar vél 40þ kr. dýrari en hún kostar út úr búð í Danmörku.....

.....hvaða rugl er þetta eiginlega.... 


mbl.is Segja afsláttarmálningu aldrei hafa verið selda á upprunalegu verði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Framtak Múrbúðarinnar er ótrúlega gott og tímabært. Þetta kallar maður neytendavakt í lagi.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 28.3.2007 kl. 18:35

2 Smámynd: Sylvía

löngu tímabært

Sylvía , 28.3.2007 kl. 21:19

3 Smámynd: Einar Ben

Þetta er ekki allskostar rétt hjá þér, vara út úr búð í DK ber einnig 25% vsk, launakostnaður í DK er hærri, þar sem laun þar eru yfirleitt hærri.

Ég er ekki viss um að verslunarpláss sé dýrara á Íslandi en í DK, leiguverð í DK er mjög hátt, td. er fermetraverð á verslunarhúsnæði í taastrup, sem er úthverfi köben, í kringum 1000dkr. m2 á ári, þe. ca. 195þ isk á mánuði fyrir 200m2 verslun.

Veit einhver hvað sambærileg verslun kostar í grafarvogi td.

126m2. verslunar húsnæði í miðbæ köben er til leigu á 1500dkr. m2 á ári, sem gerir ca. 185þ isk á mánuði og þetta er ekki einu sinni við strikið, heldur í hliðargötu frá strikinu.

Hvað myndi slík verslun kosta í miðbæ Reykjavíkur? einhver.

Ég veit vel að það eru tollar og ýmis gjöld sem fylgja innflutningi, en ég kaupi ekki að verðmunurinn á samskonar uppþvottavél þurfi að vera yfir 40þ.

kv. af skaga

Einar Ben, 29.3.2007 kl. 13:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband