Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Var íslenska „Efnahagsundrið“ ekkert annað en eitt stórt Ponzi scheme, bakkað upp af stjórnvöldum.....?

Á þriðja áratug síðustu aldar var uppi maður að nafni Charles Ponzi.  Ponzi þessi varð þekktur fyrir að takast á örfáum mánuðum að plata Boston búa til að fjárfesta hjá sér fyrir jafnvirði nokkura milljóna dollara (2008 dollara) með loforði um 50% vexti á 45 dögum, eða „double your money“  á 90 dögum.

Þar sem aldrei var innistæða fyrir fjárfestingunum endaði þetta ævintýri Ponzi á nokkrum mánuðum, þe. Þegar fólk hætti að fjárfesta nýja peninga, sem Ponzi notaði til að borga gömlum „meðlimum“, kláraðust peningarnir og á endanum var Ponzi dæmdur í 5 ára fangelsi fyrir svindl.

Hvað hefur þetta með íslenska „Efnahagsundrið“ að gera?

Jú, eru ekki einhverjar samlíkingar þarna á milli?

T.d.  „Icesave“ Bretar og Hollendingar voru lokkaðir í hundruðum þúsunda til að fjárfesta í Icesave reikningum LB með loforði um hátt endurkast,  hundruðir ef ekki þúsundir milljarða numu innlánin í þessum 2 löndum. Hvert fóru þessir peningar sem ég og þú lesandi góður og afkomendur okkar í nokkra ættliði þurfum að borga?

Stím er annað dæmi sem í sinni einföldustu mynd lítur svona út, Glitnir fjármagnar Glitni til að kaupa hlut í Glitni!

Sterling: „eigum við að ræða það e-ð eða?“ „Nei, ég hélt ekki“ Þetta er sennilega þekktasta ponzi hinna „frábæru“ útrásarvíkinga okkar, þar sem dauðvona fyrirtæki var selt einum á 3 milljarða bara til að sá hinn sami gæti selt öðrum það á 14 milljarða skömmu síðar, á sama tíma og fyrirtækið var rekið með miklu tapi, það var aldrei að sjá að nein innistæða væri fyrir þessum viðskiptum, peningarnir týndust bara einhverstaðar.

Fyrir leikmanni lítur út fyrir að íslenska „efnahagsundrið“ hafi allt verið eitt allsherjar "Ponzi Scheme" frá upphafi til enda, þó svo að menn hafi kannski ekki lagt upp með það, en þá virðist sem nánast óheftur aðgangur að erlendu lánsfé hafi firrt peningamennina allri skynsamri hugsun.


mbl.is Evran hefði dregið úr fallinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dæmisaga úr íslenska hlutabréfabraskinu.....!

Ég  fæ lánaðan 1m. hjá Jóni á 2,5% vöxtum, ég endurlána þessa millu til Gunnu á 5% vöxtum, eftir 3 mánuði verð ég gjaldþrota og get þ.a.l. ekki greitt Jóni lán mitt til baka, en þar sem ég á stóran og sterkan frænda læt ég hann fá skuldabréf Gunnu og bið hann um að sjá til þess að hún greiði tilbaka með vöxtum það sem ég lánaði henni. Þannig að eftir x tíma stend ég uppi með 1.milljón + vexti sem ég þarf aldrei að greiða tilbaka afþvi að ég  fór á hausinn muniði.....

....já og ekki má gleyma því að Gunna notaði þessa milljón til að kaupa hlutabréf í mér sem svo urðu verðlaus daginn sem ég fór á hausinn, fyrir utan að lánið var í Evrum!

Lánið er tekið í Júlí á genginu 118 kr. Í dag er evran á 173, þannig að höfuðstóllinn hefur hækkað um ca. 47%

Þannig að Gunna þarf að borga um 1,5 millj. + vexti fyrir að fjárfesta 1 milljón í mér (af því ég sagði Gunnu að þetta væri örugg fjárfesting) sem að tapaðist skömmu síðar, þegar upp er staðið er Gunna 2,5 milljónum fátækari fyrir vikið.

Þessi saga er tilbúningur en því miður að  þá er sannleikurinn sá að ekki ósvipað hefur hent ansi marga sem létu glepjast af gylliboðum og loforðum „gömlu“ bankanna.

Hvaða réttlæti er í því að banki sem tapar hlutafé almennings og þarf ekki að standa reikningskil á því gagnvart hluthöfum, getur haldið áfram að innheimta af sömu aðilum fullum fetum síhækkandi húsnæðislán og önnur lán.

Dæmi A leggur 5 millj. í sjóð 9 í Glitni, eftir hrun og e-ð uppgjör fær hann til baka 4.25m þ.e. hann hefur tapað 15% ætti Glitnir þá ekki að niðurskrifa útlán sín til mannsins um 15%......?


mbl.is Hækkun á Wall Street
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband