Eru þessir apakettir búnir að tapa glórunni....?

Hver er ástæðan fyrir því að verið er að gera fjárnám fyrir það fyrsta, getur verið að það hafi e-ð að gera með að ríkistjórnin, fjármálaeftirlitið, seðlabankinn, aðrir bankar og svokallaðir "útrásavíkingar eru búnir að koma klakanum í þrot, í dag höfum við  18% verðbólgu, 18% stýrivexti, þal. ca. 27-9% vextir á yfirdráttarlánum og yfir 100% fall krónunar á 18 mánuðum.

Þetta er af síðu seðlabankans.

 

Gjaldmiðill 19. jún. 200719. jan. 2009Breyting
Bandaríkjadalur USD62,180127,080104,37 %
Sterlingspund GBP123,470186,61051,14 %
Kanadadalur CAD58,100102,41076,27 %
Dönsk króna DKK11,19222,637102,26 %
Norsk króna NOK10,31118,52079,61 %
Sænsk króna SEK8,84515,71377,65 %
Svissneskur franki CHF50,090113,250126,09 %
Japanskt jen JPY0,5031,402178,71 %
SDR XDR93,880192,120104,64 %
Evra EUR83,350168,660102,35 %


Hvernig er hægt að ætlast til þess að nokkur maður geti staðið í skilum með húsnæðislánin sín, sem og önnur lán, megi það vera gengistryggð bílalán eða yfirdráttarlán, við þessi skilyrði....!

Að ætla handtaka fólk á vinnustöðum eða heimilum þess fyrir að geta ekki staðið í skilum vegna GLÆPAHUNDANNA sem stýrðu skútunni í strand, og eru enn að þvælast fyrir á strandstað, er sennilega dropinn sem fyllir mælinn.

Hingað til hafa mótmælin meira og minna verið friðsöm, en mér kæmi ekki á óvart að innan skamms komi til óeirða, þar sem jafnvel blóð mun renna, mannskepnan er nú einu sinni þannig innréttuð að hún ver sig og sýna með kjafti og klóm.

Er ekki kominn tími til rótækra aðgerða, man einhver hvað tælendingar gerðu í desember, þeir troðfylltu flugstöðvar og annað og settu þar með samgöngur úr skorðum.

 Er þetta e-ð sem hægt er að gera hér?  það er ljóst að mótmælafundirnir á Austurvelli eru ekki að gera nóg, amk. hefur enginn sýnt sóma sinn í að segja af sér, það er þörf á einhverju rótækara.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Ben

Nei það var nú reyndar ekki færslan, fréttin var fjarlægð með ölllum kommentum, eða réttara tengingum við komment, svo þegar ég var að reyna að tengja þessa færslu við "nýju" fréttina var það ekki hægt.....

Svo....

......maður spyr sig..... hvað er í gangi.....

Einar Ben, 19.1.2009 kl. 23:45

2 Smámynd: Einar Ben

nákvæmlega, nema hvað þeir sem bera ábyrgð hér, eru því miður enn fastir í dollunni og reyna af veikum mætti að stjórna gíslatökunni....

Einar Ben, 20.1.2009 kl. 00:06

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já hann hefur löngum verið þeirra gæðingur hann Þvagleggur Stónes. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.1.2009 kl. 09:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband