Ekki í fyrsta sinn

sem markaðurinn hrynur í DK, þetta gerðist einnig (ef ég man rétt) í kringum 1985, og upp úr 1995 fór allt af stað aftur og virðist hafa náð toppi í dag.

1997 skoðuðum við hjónin hús í Græsted (höfuðborg Norðursjálands LoL) eitt var endaraðhús á ca. 550þ dkr og annað var gamalt einbýlishús í elsta hluta bæjarins og var ásett verð umþ. 650þ dkr. þetta gamla hús var til sölu aftur haustið 2005 á 1,7 millljón og raðhúsin voru yfirleitt að seljast á ca. 1,4-1,6 milljónir á sama tíma.

Annað dæmi. í byrjun árs 2004 talaði ég við fasteignasala sem sagði mér að allir þéttbýlis kjarnar hefðu ákveðin topp í fasteignaverði og að í Græsted væri þessi toppur 2 mill.  til að fara yfir það þyrfti húsið að vera einstaklega flott og velbúið, á þessum tíma var eitt hús á yfir 2 mill. Umþ. 1½ ári seinna var mjög erfitt að finna hús undir 2 mill. í Græsted. 

Þannig að ljóst er að þetta breytist hratt, en núna virðist vera að koma stopp og jafnvel lækkun, enda getur verð ekki hækkað endalaust.  Það sem danskir húseigendur hafa framyfir okkur hérna á klakanum er að þeir hafa verið að borga af höfuðstól lána sinna og lánin hafa þal. lækkað, þar sem að engin verðtrygging er á lánum í DK, frekar en öðrum löndum í hinum vestræna heimi.

Það þarf að fylgja með í sögunni að fyrir 3-4 árum byrjuðu bankar í DK að bjóða afborgunar laus lán í allt að 10 ár þe. þá eru einungis greiddir vextir, en ekki af láninu sjálfu, að sjálfsögðu voru einhverjir sem að skuldbreyttu lánum sínum eða keyptu á þannig lánum, en það breytir því ekki að lánið hefur EKKI hækkað, eins og gerist hér á landi.

Lítið dæmi, úr þessari færslu

Húsnæðislán uppá kr. 12.400.000 tekið í okt. 2005 á 4,15% vöxtum með fyrstu greiðslu í des 2005, stendur í dag í kr. 12.979.366 þrátt fyrir að á þessum tíma hafi verið greitt kr. 1.022.058, semsagt lánið hefur hækkað um 600þ. á þessum tíma.... ekki að ógleymdum 400þ. kr. lántökukostnaði, sem er meðal annars 1,5% nefskattur í ríkiskassann, meðan annarsstaðar í heiminum er notast við fastar upphæðir í lántökugjöldum.

Hvaða rugl er þetta eiginlega.....

Er ekki tímabært að stjórnvöld þessa lands afnemir þennan okurskatt á launþega sem verðtrygging lána er?

kv. af skaga

PS.  X við F í kosningum til alþingis í vor eykur líkurnar á afnámi verðtryggingar lána til muna.


mbl.is Mikil lækkun yfirvofandi á danska fasteignamarkaðnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Skattlagningin er verðbólgan sem ríkistjórnin hefur búið til, og þá er verðtryggingin vond. Á lífeyrinum okkar er hún hinsvegar mjög góð í landi þar sem verðbólga er alltaf svona há - því annars fengjum við bara klínk eftir að við hættum að vinna. Afnám verðtryggingar tekur 20-40 ár og mun fær okkur lán með 15% vexti á húsnæðislán staðinn, þannig að ég held að ég kjósi frekar flokka með alvöru lausnir takk fyrir.

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 18.3.2007 kl. 16:22

2 Smámynd: Einar Ben

Staðreyndin er reyndar sú að á meðan verðbólgan er í kringum 5-7% eins og hún hefur verið undanfarið, að þá erum við að borga gott betur en 15% raunvexti af húsnæðislánum, ætli það sé ekki nær 20%.

kv. af skaga

Einar Ben, 18.3.2007 kl. 20:35

3 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

Ættum við þá sem flest að flytja þangað og kaupa okkur húsnæði þar? Í kjölfarið yrði húsnæðisverð á Íslandi verðlaust engin eftirspurn - markaðurinn dræpist. Hins vegar ekki víst að allir geti selt verðlausar eignir - hvað þá?

Vilborg Eggertsdóttir, 19.3.2007 kl. 01:15

4 identicon

skagamenn.... fótbolti.....mörk....tapa......

sundri/glundri/svindli/sindri. 

jóna björg (IP-tala skráð) 24.3.2007 kl. 12:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband