Íslenska plata ársins
fim. 15.2.2007
kemur frá Danmörku, að mínu mati, það er diskur sem heitir því stórkostlega nafni "Þar sem malbikið svífur, þar mun ég dansa"
Tónlistamaðurinn er Jónas Sigurðsson og hefur plötunni hans ma. verið líkt við Beck og Pink Floyd, ekki amalegir gæjar þar á ferð.
Hægt er að hlusta á plötuna í heild sinni ókeypis á www.jonassigurðsson.com.
Hreint út sagt frábær gripur þarna á ferðinni, plata sem kom bakdyramegin inn í jólaplötuflóðinu.
kveðja af skaga.
![]() |
Danskir fjölmiðlar hrósa íslenskri tónlist |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 18:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Velkominn Kristinn H.
fim. 8.2.2007
Þetta eru að sjálfsögðu góð tíðindi fyrir FF, Kristinn hefur gott persónulegt fylgi í norð vestur, og mun nær örugglega reita nokkuð mörg atkvæði af framsókn þar, og sennilega á landsvísu einnig. Enda láta viðbrögð bloggverja á stjórnarvængnum ekki á sér standa, þar skín óttinn í gegn "all the way"
Greinilegt að Kristinn hefur læknast af framsóknarsjúkdómnum (eins og gamall kunningi minn kallaði það að vera framsóknarmaður)og er það vel.
Kristinn vertu velkominn.
Kveðja af skaga
PS. áður en einhver ætlar að halda áfram sandkassaleiknum og byrja eina ferðina enn að bendla FF við rasisma og útlendingahatur, vil ég benda hinum sama á að lesa stjórnmálayfirlýsingu Frjálslyndra, sem samþykkt var á landsþinginu, á heimasíðu flokksins.
![]() |
Kristinn H. Gunnarsson velkominn til liðs við frjálslynda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Danir eiga
fim. 8.2.2007
sinn Árna Johnsen, í Peter Brixtofte, bæjarstjóra í Farum í 16 ár.
Peter Brixtofte misnotaði aðstöðu sína svo um munaði sem kóngurinn í Farum, ekki var óalgengt að rauðvínsflöskur á 9unda þúsund dkr. væru á borðum er hann bauð fólki á veitingahús á kostnað bæjarins.
FCN sem áður hét Farum Boldklub, var Peters hugðarefni og misnotaði hann aðstöðu sína til að skara eld að þeirri köku svo um munaði, frægt er þegar Farum Arena opnaði fyrir nokkrum árum, er Brixtofte taldi að ekki væri langt í að Farum Boldklub kæmist í fremstu röð í Evrópu, meistaradeildar titill var ekki spurning um hvort heldur hvenær..... ekki löngu síðar hrundi loftkastali Brixtofte er tveir duglegir rannsóknarblaðamenn opinberuðu allt svindlið.
Loksins er búið að dæma þennan "snilling" í fangelsi, fyrir fjárdrátt í opinberu starfi, allan tíman hefur hann að sjálfsögðu haldið fram sakleysi sínu, þrátt fyrir það var hann rekinn úr Venstre (danska sjálfstæðisflokknum) á íslandi er það ekki svona, nei hér er mönnum hampað og hleypt inná þing aftur...... hvað er í gangi?
Kveðja af skaga
![]() |
Brixtofte í 2 ára fangelsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Gott mál
mið. 7.2.2007
fyrir bæinn okkar, ekki eru mjög mörg ár síðan að skagamenn voru undir 5000, þannig að þetta er allt á réttri leið.
![]() |
Skagamenn orðnir 6.000 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ekkert óeðlilegt
mið. 31.1.2007
að einhverjir segi sig úr Frjálslynda flokknum, bæði vegna óánægju með úrslit kosninga til varaformanns og eins er líklegt að hluti þeirra sem skráðu sig í flokkinn á landsþinginu hafi aldrei ætlað sér annað en að reyna hafa áhrif á einmitt varaformannskjörið og munu þal. segja sig úr flokknum á ný.
Þetta er alþekkt í kringum prófkjör flokka til kosninga og þykir varla fréttnæmt.
![]() |
Um 20 úrsagnir úr Frjálslynda flokknum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
"Gróði" ríkissjóðs
þri. 30.1.2007
"Geir H. Haarde sagði, að afkomutölur bankanna, sem birtust í dag, væru m.a. vitnisburður um þau skilyrði sem efnahagslífið byggi við. Þessi góða afkoma myndi m.a. skila sér í skattgreiðslum til ríkissjóðs."
Hvaðan kemur allur þessi hagnaður, og hvers getum við, neytendur þessa lands vænst af þessum auknu skatttekjum ríkissjóðs?
Getur verið að þjónustgjöld, okurvextir, verðtrygging og vextir á verðtryggingu, yfirdráttarvextir uppá ca. 23% osv. sé stór hluti af þessum "gróða" bankanna.
Lítið dæmi.
Húsnæðislán uppá kr. 12.400.000 tekið í okt. 2005 á 4,15% vöxtum með fyrstu greiðslu í des 2005, stendur í dag í kr. 12.979.366 þrátt fyrir að á þessum tíma hafi verið greitt kr. 1.022.058, semsagt lánið hefur hækkað um 600þ. á þessum tíma.... ekki að ógleymdum 400þ. kr. lántökukostnaði, sem er meðal annars 1,5% nefskattur í ríkiskassann, meðan annarsstaðar í heiminum er notast við fastar upphæðir í lántökugjöldum.
Hvaða rugl er þetta eiginlega.....
Eina sem Geir Haarde er umhugað um er að ríkiskassinn hans fitni, hefur þetta skilað sér til fjölskyldna í landinu?
Skuldaaukning heimilana virðist bara aukast, skítt með að fasteignir hækki í verði, það er ekkert annað en leikur að tölum, sala á húsnæði þýðir oftast að það þarf að kaupa nýtt, og nema fólk flytjist langt út á land, þá er hinn svokallaði gróði horfinn og yfirleitt gott betur en það.
Hversvegna hefur allur þessi "gróði" ríkisins ekki verið notaður til að hækka skattleysismörk verulega, upp í amk. 150þ. kr. á mán? Nei, að sjálfsögðu fellir stjórnin niður eigna skatt, hátekjuskatt og lækkar skatt á fyrirtækjum, hverjir græða á því? Amk. ekki hinn almenni launþegi.
Geir segir að tekjur ríkissjóðs hafi aukist verulega við að lækka skatt á fyrirtæki í 18%, hvað með að lækka tekjuskatt á einstaklingum í 18% líka, það hlýtur þá að fita ríkiskassann eða hvað?
![]() |
Forsætisráðherra: Íslenskt efnahagskerfi níðsterkt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Gott að mæta Dönum
sun. 28.1.2007
í 8 liða úrslitum, amk. skárra en Króatar eða Spánn, á góðum degi getum við unnið baunana, okkar menn sýndu það á móti Frökkum og Túnis að þeir eru með eitt af betri liðum heims, það sem háir Íslenska liðinu er að sjálfsögðu breiddin, en góð hvíld á morgun og brjáluð barátta á móti dönum, og þá er aldrei að vita.
Komin tími til að hefna ófagurra orða Extra Blaðsins í garð íslenskra kaupsýslumanna á haustdögum, og jarða blessaða baunana á handboltavellinum....
kv.
![]() |
Snorri Steinn: Engin ávísun fyrir okkur í undanúrslit að mæta Dönum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 22:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Frjálslyndir og kynþáttahatur.
sun. 28.1.2007
Eru ekki sama stærð!
Það hefur mikið verið rætt og skrifað undanfarna daga, vikur og mánuði að Frjálslyndi flokkurinn sé að breytast í hægri öfga þjóðernisflokk, sem vill loka landinu fyrir útlendingum.
Þetta er engan veginn rétt, xf vill aftur á móti reyna að reka ábyrga innflytjenda pólitík, t.a.m. með því að stuðla að því að þeir sem hingað komi, fái íslensku kennslu, þeim séu tryggð sömu réttindi á atvinnumarkaði og innfæddum, að börn útlendinga fái móðurmálskennslu, að þeir þurfi ekki að búa við slakan kost, ss. í yfirgefnu atvinnuhúsnæði eða vinnuskúrum.
Það er alltof auðvelt að taka hlutina úr samhengi, orð Jóns Magnússonar í blaðagrein á haustdögum, þar sem hann segir að hann vilji ekki sjá öfgamenn úr bræðralagi Múhameðs, hafa verið tekin og þýdd sem, "ég vil ekki sjá neina útlendinga hér, ég er rasisti".
Þetta er náttúrlega algjört bull.
Hver vill fá öfgahópa í næsta nágrenni við sig, sama hvað guð þeir aðhyllast? Er það ekki staðreynd að islamskir ofsatrúar menn hafa verið skæðir í hryðjuverkum undanfarin ár? Viljum við bjóða þá velkomna til okkar....?
Ég er nokkuð viss um að jafnvel hörðustu óvinir Jóns Magnússonar munu svara þessu neitandi.
Er ekki komin tími til að líta á þessi mál raunsætt, með opnum huga, og viðurkenna þá staðreynd að ef ekki verður rekin ábyrg innflytjendapólitík á Íslandi næstu árin, munum við enda eins og Danmörk og Svíþjóð, sem hafa verið að reka sig á ógrynni af vandamálum tengt innflytjendum undanfarin ár. T.d. voru 95% af glæpum í Svíþjóð, fyrir nokkrum árum, framin af innlytjendum.
Ég er ekki að dæma alla eftir þessari statistík, en þetta eru skelfilegar tölur.
Kv. Einar Ben.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)