"Gróði" ríkissjóðs

"Geir H. Haarde sagði, að afkomutölur bankanna, sem birtust í dag, væru m.a. vitnisburður um þau skilyrði sem efnahagslífið byggi við. Þessi góða afkoma myndi m.a. skila sér í skattgreiðslum til ríkissjóðs."

Hvaðan kemur allur þessi hagnaður, og hvers getum við, neytendur þessa lands vænst af þessum auknu skatttekjum ríkissjóðs?

Getur verið að þjónustgjöld, okurvextir, verðtrygging og vextir á verðtryggingu, yfirdráttarvextir uppá ca. 23% osv. sé stór hluti af þessum "gróða" bankanna.

Lítið dæmi.

Húsnæðislán uppá kr. 12.400.000 tekið í okt. 2005 á 4,15% vöxtum með fyrstu greiðslu í des 2005, stendur í dag í kr. 12.979.366 þrátt fyrir að á þessum tíma hafi verið greitt kr. 1.022.058, semsagt lánið hefur hækkað um 600þ. á þessum tíma.... ekki að ógleymdum 400þ. kr. lántökukostnaði, sem er meðal annars 1,5% nefskattur í ríkiskassann, meðan annarsstaðar í heiminum er notast við fastar upphæðir í lántökugjöldum.

Hvaða rugl er þetta eiginlega.....

Eina sem Geir Haarde er umhugað um er að ríkiskassinn hans fitni, hefur þetta skilað sér til fjölskyldna í landinu? 

Skuldaaukning heimilana virðist bara aukast, skítt með að fasteignir hækki í verði, það er ekkert annað en leikur að tölum, sala á húsnæði þýðir oftast að það þarf að kaupa  nýtt,  og nema fólk flytjist langt út á land, þá er hinn svokallaði gróði horfinn og yfirleitt gott betur en það.

Hversvegna hefur allur þessi "gróði" ríkisins ekki verið notaður til að hækka skattleysismörk verulega, upp í amk. 150þ. kr. á mán? Nei, að sjálfsögðu fellir stjórnin niður eigna skatt, hátekjuskatt og lækkar skatt á fyrirtækjum, hverjir græða á því? Amk. ekki hinn almenni launþegi.

Geir segir að tekjur ríkissjóðs hafi aukist verulega við að lækka skatt á fyrirtæki í 18%, hvað með að lækka tekjuskatt á einstaklingum í 18% líka, það hlýtur þá að fita ríkiskassann eða hvað? 


mbl.is Forsætisráðherra: Íslenskt efnahagskerfi níðsterkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Sveinn Guðmundsson

Endilega láttu mig vita ef þú færð nokkurntímann botn í þessar talnakúnstir þeirra sem ríkjum ráða.  Maður ætti kannski að hafa samband við Pétur Blöndal yfirreiknismeistara ríkisstjórnarinnar.  En, án gríns þá hefur þetta nú alltaf verið svona.  Þjóðarsátt á sínum tíma var t.d. aldrei skilað aftur til þeirra sem á sig lögðu; hér er dýrt að vera fátækur en fínt að vera ríkur enda sjallar alltaf í stjórn.

Einar Sveinn Guðmundsson, 6.2.2007 kl. 14:55

2 Smámynd: Einar Ben

Nákvæmlega, og þetta mun haldast svona ef ekki verður skipt um ríkisstjórn hið fyrsta...

Einar Ben, 6.2.2007 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband