Velkominn Kristinn H.

Þetta eru að sjálfsögðu góð tíðindi fyrir FF, Kristinn hefur gott persónulegt fylgi í norð vestur, og mun nær örugglega reita nokkuð mörg atkvæði af framsókn þar, og sennilega á landsvísu einnig. Enda láta viðbrögð bloggverja á stjórnarvængnum ekki á sér standa, þar skín óttinn í gegn "all the way"

Greinilegt að Kristinn hefur læknast af framsóknarsjúkdómnum (eins og gamall kunningi minn kallaði það að vera framsóknarmaður)og er það vel.

Kristinn vertu velkominn.

Kveðja af skaga 

PS. áður en einhver ætlar að halda áfram sandkassaleiknum og byrja eina ferðina enn að bendla FF við rasisma og útlendingahatur, vil ég benda hinum sama á að lesa stjórnmálayfirlýsingu Frjálslyndra, sem samþykkt var á landsþinginu, á heimasíðu flokksins.


mbl.is Kristinn H. Gunnarsson velkominn til liðs við frjálslynda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hjartanlega sammála þér Einar.Það var mikið feilspor hjá Framsókn að hafna Kristni í prófkjörinu.Þeir munu gjalda fyrir það í kosningunum því að líkt og þú bendir á þá hefur Sleggjan mikið persónulegt fylgi.Helsti vandi FF er hvernig á að setja upp framboðslistann í norðurlandskjördæmi vestra með þrjá mjög hæfa frambjóðendur þá Guðjón Arnar, Sigurjón og nú Sleggjuna.Ætli einhver verði ekki settur í annað kjördæmi.Ég spái því.

Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband