Kannski þetta sýni hvar við stöndum

í veruleikanum, að aðeins 8169 manns hafi skrifað undir segir mér að þessi svokallaða umhverfis vitund risti ekki dýpra en svo að þegar á að setja nafn og kt. við hana þá hoppa margir frá....

....eða þá að hreinlega það sé ekki meiri áhugi fyrir þessu en þetta, amk hefur ansi oft verið safnað fleiri undirskriftum fyrir önnur málefni á mun skemmri tíma.....

Þetta hlýtur að teljast misheppnað plot hjá Ómari og félögum, sem vilja byggja landið upp á einhverju öðru....

.....gallinn er bara að það er erfitt að fá upp úr þeim hvað þetta annað er, og hvort það gefi sömu laun fyrir óbreyttan verkamann og starf í kerskála Norðuráls....

Já, ég trúi því að þetta þýði að okkar stóra land byggir að mestu leyti mjög skynsamt fólk sem gerir sér grein fyrir því að það er erfitt að lifa á "einhverju öðru"......

Að sjálfsögðu er hátækniiðnaður hið besta mál og mun ég fagna því ef slíkur iðnaður myndi rísa á Íslandi, tilfellið er bara að við slíkan iðnað væri að mestu leyti frekar vel menntað fólk sem fengi störf.

Ljóst er að ekki allir fengju vinnu við hvorki ferðamannabransann eða hátækniiðnað, túrista bransinn er nátturlega einungis í ca. 3 mánuði á ári, hvað eigum við að gera restina af árinu...

....já þegar stórt er spurt...

 


mbl.is Nærri 8200 hafa skrifað undir sáttmála Framtíðarlandsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Túristabransinn getur sótt í Veturinn. Ég starfa við ferðaþjónustu alla daga allt árið og nú þegar eru ferðanmenn fleiri yfir háveturinn en yfir hásumarið fyrir 10 árum.

Elvar Geir Sævarsson (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband