Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Það er að minnsta kosti

deginum ljósara að það er stemming í landinu fyrir því skipta um ríkisstjórn.  Allt bendir til að Framsókn þurkist út í næstu kosningum, eða svo gott sem, íhaldið fær væntanlega sín 37-8%, Samfylking og VG munu vera í kringum 20% hvor og Frjálslyndir ca. 11-13%. Restinni munu Framsókn og aðrir smáflokkar skipta á milli sín.

Þarna er kominn grundvöllur fyrir 3 flokka stjórn FF, VG og Samfylkingar. Það er óskandi að þetta verði útkoman úr kosningunum í vor, það er löngu komin tími til að losna við íhaldið úr ríkisstjórn, ríkisstjórn sem er skítsama um launþegana í landinu, öryrkjana og gamla fólkið. Þeir hafa verið duglegir að berja sér á brjóst fyrir góða afkomu ríkiskassans undanfarin ár, en hafa launþegar þessa lands séð þessa aura í sínum buddum?

Þar sem að afkoman er svona góð hvernig væri þá að hækka skattleysismörk úr 90þ uppí 150þ eða amk, uppí lágmarks laun, þannig að þeir lægstlaunuðu fengju að halda megninu af laununum sínum.

Nei það virðist ekki vera á stefnuskrá stjórnarinnar, enda um hægri stjórn að ræða sem eingöngu hyglir sínum þe. fyrirtækjum og fjármagnseigendum. 

kv. af skaga.

 


mbl.is Steingrímur: Bullandi stemning fyrir því að fella ríkisstjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenska plata ársins

kemur frá Danmörku, að mínu mati, það er diskur sem heitir  því stórkostlega nafni "Þar sem malbikið svífur, þar mun ég dansa"

Tónlistamaðurinn er Jónas Sigurðsson og hefur plötunni hans ma. verið líkt við Beck og Pink Floyd, ekki amalegir gæjar þar á ferð.

Hægt er að hlusta á plötuna í heild sinni ókeypis á www.jonassigurðsson.com.

Hreint út sagt frábær gripur þarna á ferðinni, plata sem kom bakdyramegin inn í jólaplötuflóðinu.

kveðja af skaga. 

 


mbl.is Danskir fjölmiðlar hrósa íslenskri tónlist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Velkominn Kristinn H.

Þetta eru að sjálfsögðu góð tíðindi fyrir FF, Kristinn hefur gott persónulegt fylgi í norð vestur, og mun nær örugglega reita nokkuð mörg atkvæði af framsókn þar, og sennilega á landsvísu einnig. Enda láta viðbrögð bloggverja á stjórnarvængnum ekki á sér standa, þar skín óttinn í gegn "all the way"

Greinilegt að Kristinn hefur læknast af framsóknarsjúkdómnum (eins og gamall kunningi minn kallaði það að vera framsóknarmaður)og er það vel.

Kristinn vertu velkominn.

Kveðja af skaga 

PS. áður en einhver ætlar að halda áfram sandkassaleiknum og byrja eina ferðina enn að bendla FF við rasisma og útlendingahatur, vil ég benda hinum sama á að lesa stjórnmálayfirlýsingu Frjálslyndra, sem samþykkt var á landsþinginu, á heimasíðu flokksins.


mbl.is Kristinn H. Gunnarsson velkominn til liðs við frjálslynda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Danir eiga

sinn Árna Johnsen, í Peter Brixtofte, bæjarstjóra í Farum í 16 ár.

Peter Brixtofte misnotaði aðstöðu sína svo um munaði sem kóngurinn í Farum, ekki var óalgengt að rauðvínsflöskur á 9unda þúsund dkr. væru á borðum er hann bauð fólki á veitingahús á kostnað bæjarins.

FCN sem áður hét Farum Boldklub, var Peters hugðarefni og misnotaði hann aðstöðu sína til að skara eld að þeirri köku svo um munaði, frægt er þegar Farum Arena opnaði fyrir nokkrum árum, er Brixtofte taldi að ekki væri langt í að Farum Boldklub kæmist í fremstu röð í Evrópu, meistaradeildar titill var ekki spurning um hvort heldur hvenær.....LoL ekki löngu síðar hrundi loftkastali Brixtofte er tveir duglegir rannsóknarblaðamenn opinberuðu allt svindlið.

Loksins er búið að dæma þennan "snilling" í fangelsi, fyrir fjárdrátt í opinberu starfi, allan tíman hefur hann að sjálfsögðu haldið fram sakleysi sínu, þrátt fyrir það var hann rekinn úr Venstre (danska sjálfstæðisflokknum) á íslandi er það ekki svona, nei hér er mönnum hampað og hleypt inná þing aftur...... hvað er í gangi?

Kveðja af skaga 


mbl.is Brixtofte í 2 ára fangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott mál

fyrir bæinn okkar, ekki eru mjög mörg ár síðan að skagamenn voru undir 5000, þannig að þetta er allt á réttri leið.

 


mbl.is Skagamenn orðnir 6.000
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband