Ánægjulegt

að sjá að fylgi Frjálslyndra er á uppleið.

Eitt sem er áhyggjuefni samkvæmt þessari könnun er að ríkisstjórnin heldur velli.

Athyglisvert er einnig tap VG sem og lítið fylgi Í listans, þó það þurfi kannski ekki beinlínis að koma á óvart, ég tel að almeningur í landinu sé komin með uppí kok af allri þessari umhverfis umræðu, (sem þó vissulega er full þörf á að ræða) og að kosið verði um efnahag þessa lands.

Þó ég nánast aldrei sé sammála fyrrum skólabróður mínum úr FB, Eiríki Bergmann, þá verð ég að vera sammála því sem hann segir í grein í Blaðinu í dag, en þar segir " Nú tala allir um budduna, með einum eða öðrum hætti. Önnur mál svo sem umhverfismál, sem verið hafa ofarlega í umræðunni undanfarið, eru smám saman að víkja fyrir auknum áherslum á efnahags og atvinnumál. Eins og alltaf."

Finnst mér eins og mörgum að framboð Ómars sé í raun og veru vatn á myllu stjórnarinnar og að hann í raun hjálpi helstu andstæðingum sínum að halda velli, með því að vera að plokka í fylgi hinna stjórnarandstöðuflokkana.

Hvað um það, könnun Blaðsins um fylgi stjórnmálaflokkanna nú mánuði fyrir kosninga er samt sem áður kannski ekki alveg marktæk þar sem einungis 54,7% tóku afstöðu og 36,7% voru óákveðin. 

Er það einna helst fylgi D-listans sem ég ekki hef trú á að haldi, ég hef áður spáð því að sjallarnir muni fá  uþb. 35-38% fylgi, sem ég tel vera raunfylgi þeirra.


mbl.is Dregur úr fylgi VG samkvæmt könnun Blaðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Kárahnjúkum var sökkt og Ómar grét.

Frjálslyndir klofnuðu, ó Margrét.


Bölvað vitleysisframboð ef þú spyrð mig. 

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 13.4.2007 kl. 17:25

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég hef ekki trú á því að þau skipti sköpum í þessum kosningum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.4.2007 kl. 09:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband