Leiðinlegt

að Mike yfirgefi okkur eftir svo stuttan tíma í starfi sem forstjóri Norðuráls.  Mike kom virkilega vel fyrir og voru flestir starfsmenn hrifnir af honum sem persónu og sem forstjóra, ég ræddi við hann í örfá skipti um hluti sem viðkomu minni vinnu í NA og var hann alltaf tilbúin að hlusta og taka mark á skoðunum mínum sem og öðrum sarfsmönnum á gólfinu, enda sjálfur alin upp í álverum sl. 20-25 árin.

Hann byrjaði á gólfinu og vann sig upp, þannig að hann veit sennilega af reynslu að þeir sem vinna við hlutina, eru oft betur til þess fallnir að koma með hugmyndir að betrumbótum en td. verkfræðingar sem einungis hafa hannað hlutina en aldrei komið nálægt því að vinna með þá.

Um þetta eru nokkur dæmi út um allan heim, og mættu fleiri taka sér Mike Tanchuck til fyrirmyndar.

Reyndar virðist hann ekki tolla í vinnu neinsstaðar Smile, Norðurál var 10 álverið sem hann starfar hjá.....Tounge

Gaman að kynnast þér Mike og vegni þér vel á nýjum vettvangi.


mbl.is Forstjóri Norðuráls lætur af störfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Vignir Einarsson

Sæll nafni.

Langt síðan að við höfum sést.  Væri gaman að fá að sjáþig einhvern sunnudaginn.

Einar Vignir Einarsson, 15.4.2007 kl. 00:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband