Stefna VG í innflytjendamálum

er hér að neðan tekið af síðu Sóleyjar Tómasdóttur

  • Lýðræði og mannréttindi - þar sem lagt er upp úr að opna samfélagið og aðlaga svo innflytjendur geti verið virkir þátttakendur á eigin forsendum.
  • Velferðar og heilbrigðismál - þar sem gert er ráð fyrir að allir sem hingað koma geti nýtt sér grunnþjónustu samfélagsins.
  • Atvinnumál - þar sem mikilvægustu aðgerðirnar eru að tryggja atvinnufrelsi einstaklinga, koma í veg fyrir mismunun og gæta þess að upplýsingar um réttindi og skyldur komist til skila.
  • Menntun innflytjenda - þar sem lagt er upp úr að innflytjendur fái menntun sína metna að verðleikum og að þeir hafi sama aðgang að LÍN og aðrir íbúar landsins.
  • Skólamál - þar sem fjallað er um fjölmenningarfræðslu, móðurmálskennslu og íslensku sem annað móðurmál, sem og stuðning við fjölskyldur innflytjenda og samskipti við þær.
  • Íslenskukennsla er svo lokakaflinn, en þar er gert ráð fyrir kennslu á kostnað samfélagsins fyrir innflytjendur.

Að neðan getur að líta þann hluta stjórmálayfirlýsingar FF sem snýr að innflytjendum, og var samþykkt á landsfundinum í Janúar.

-----------------------------------------------------------------------

4. Málefni innflytjenda:

Frjálslyndi flokkurinn metur mikils vinnuframlag erlends fólks við uppbyggingarstarf í íslensku samfélagi síðustu misserin.

Margt af þessu fólki mun dvelja hér langdvölum og ber samfélaginu skylda til að veita því stuðning og hjálp til aðlagast íslensku samfélagi, m.a. með íslenskukennslu.

Frjálslyndi flokkurinn telur afar nauðsynlegt að stjórnvöld hafi fullt eftirlit með komu erlends verkafólks inn á vinnumarkaðinn og tryggi að réttur þess sé virtur og aðbúnaður mannsæmandi. Flokkurinn telur að fólk sem hingað kemur eigi að geta notað sína menntun og fagþekkingu á innlendum vinnumarkaði, enda sé fullgildum skírteinum framvísað.

Frjálslyndi flokkurinn mun þó beita sér fyrir að undanþága sú, sem samið var um í EES-samningnum, varðandi innflutning verkafólks frá aðildarlöndum EES, verði nýtt og innflutningur takmarkaður, í samræmi við ákvörðun íslenskra stjórnvalda.

Yfirvöld verða á öllum tímum að hafa stjórn á því hverjir og hvað margir innflytjendur koma til landsins. Jafnframt ber öllum, sem sækja hér um dvalarleyfi, að skuldbinda sig til að hlíta íslenskum lögum og stjórnarskrá.

Frjálslyndi flokkurinn varaði á Alþingi við afleiðingum þess að nýta ekki undanþáguákvæði um frjálst streymi fólks frá nýju aðildarlöndum Evrópusambandsins til landsins. Ríkisstjórnin neitaði að hlusta á þau varnaðarorð sem þingmenn Frjálslynda flokksins höfðu uppi, auk þess sem ríkisstjórnin vanrækti að marka stefnu í málefnum innflytjenda.

Ekkert gerðist í þessum málum fyrr en Frjálslyndi flokkurinn hóf umræður um innflytjendamál sl. haust.

Íslenskt þjóðfélag er að breytast í fjölmenningarþjóðfélag og er afar mikilvægt að nýir borgarar aðlagist samfélaginu og kynnist menningu þjóðarinnar og tungu.

-----------------------------------------------

Geta fleiri en ég séð margt sameiginlegt með stefnu þessara tveggja flokka í innflytjendamálum....? Einhver?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já svo sannarlega takk fyrir þetta innlegg Einar minn.  Ég hef verið að rembast við að sýna fram á þetta sama.  En fólki er stundum alveg fyrirmunað að skilja einföldustu atriði, ef það vill ekki skilja eða heyra.   

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.4.2007 kl. 11:31

2 identicon

Sæll Einar það er töluverður mismunur á þessu, annað er að bjóða þá velkomna sem vilja vinna og búa á landinu hitt er að vilja flokka og útiloka suma frá. Ég efast umm að þannig hafi verið tekið á móti ykkur hjónunum í Dannmörku.

Guðjón Kj

guðjón kjartansson (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 17:35

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er bara bull.  Það er vísvitandi verið að reyna að gera málflutning Frjálslyndra tortryggilegan með útúrsnúningum og áróðri. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.4.2007 kl. 19:35

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Get líklega tekið undir með Guðjóni Kjartanssyni sem ég held að sé allt í senn fram-aftur-og réttsýnn maður. Nú er bara að vona að hann Halim Al, vænn maður og Íslandsvinur muni eftir kvenlegu holdi á skerinu okkar ef honum bráðlægi á að finna sér nýja konu í ellinni.

Árni Gunnarsson, 11.4.2007 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband