Fyrir tanna....
lau. 1.9.2007
Fór í bæinn fyrir skömmu og lét verða af því að kaupa tæki sem mig hefur langað í í ansi mörg ár.....
.....loksins loksins gat ég rétlætt það að kaupa hjólsög fyrir 50þ. spesíur, eða reyndar "aðeins" 48.900 isk.
Sá sömu græju í ÍSÓL fyrir ca. hálfu ári og þar kostaði hún yfir 70þ. þannig að ég sparaði meira en 20þ. spurning hvað ég get keypt mér fyrir sparnaðinn........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Skagamenn geta
lau. 12.5.2007
farið stoltir frá þessum leik, það er ljóst að skagamenn eru sýnd veiði en ekki gefin í sumar.
Að ná að setja tvö kvikindi 1. (jafnvel 2) færri á móti FH er vel af sér vikið og greinilegt að kjúklingarnir hans Gauja eiga fullt erindi í þessa baráttu.
Til hamingju með 3 erfið stig FH ingar, þið eruð sennilega fegnir að búnir með þennan leik!
Ekki spurning að framtíðin er björt á skaganum.
Til hamingju með frammistöðuna strákar, þó ekki hafi fengist stig í dag, þá held ég að við stuðningmennirnir geti verið nokkuð sáttir við frammistöðuna.
Áfram Skagamenn.
Guðjón: Margir áttu von á stórsigri FH | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hverjum er ekki sama
mið. 9.5.2007
um allar þessar kannanir.....? Það er kosið á laugardaginn og endanleg niðurstaða verður þessi.
D 35-38%
B 8-11%
S 25-28%
F 8-11%
V 14-17%
I 2-4%
Annað mál og öllu merkilegra, hvenær ætlar mogginn að fjalla um Kompás þáttinn frá því á Sunnudaginn og greina frá játningu gamals útgerðarmanns um kvótasvindl, sem skrifuð er hér á moggabloggi?
Það er kominn tími til að mogginn dragi hausinn út úr rassgatinu á Sjálfstæðisflokknum og greini frá því sem er að gerast úti í þjóðfélaginu, ekki því sem fer fram í þeim fúla endaþarmi sem stjórnarflokkarnir bera.
Það er ótrúlegt að það virðast einungis fáir þora að tala um þetta stærsta glæpamál íslandsögunnar, sem er afleiðing af þroskaheftu kvótakerfi....
Það segir sig sjálft, og þetta geta mas. sjallar viðurkennt þegar þeir rífa hausinn uppúr sandinum, að það að borga 200kr. fyrir kíló af þorski í kvótaleigu, og fá síðan 250kr. fyrir það á markaði eða beint til vinnslu, getur ekki gengið upp, af þessum 50 kalli sem er afgangs þarf að reka útgerðina, þ.e. olía, veiðarfæri, viðhald og mannalaun....
Ég leyfi mér að segja að þeir sem ekki sjá e-ð rangt við þetta, eru væntanlega með greindarvísitölu langt undir meðallagi, og ættu amk. ekki að fá að stjórna þjóðarskútunni!
já, þung er sú skömm.....
Ríkisstjórnin fallin samkvæmt nýrri skoðanakönnun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Er Kallinn
þri. 8.5.2007
á einhverju, eða gleymdi hann kannski að taka lyfin sín.
Heldur maðurinn virkilega að fólk trúi þessu, bara af því að hann segir það
Það liggur fyrir að ef Alcoa gleypir Alcan þá mun eitt fyrirtæki standa fyrir 70-80% af álframleiðslu á Íslandi, og þeir munu ráða orkuverði þegar það passar þeim!
Samningar sem fyrirtækin eru með í dag renna út, og þá þarf að semja uppá nýtt, það er ljóst að með þessa pappakassa sem stjórna í dag við það samningaborð yrði dísaster fyrir okkur, líklega endar það með því að Alcanoa mun eignast Landsvirkjun fyrir klink....
Eitt er víst að verði af þessum samruna, þá verður að koma í veg fyrir að þetta fyrirtæki reisi álver á Húsavík, nær væri að leita til annars álfyrirtækis með þá uppbyggingu í huga.
Nei, Jón Sigurðsson þarf að fá sér ný gleraugu, það er ljóst, hann er greinilega ekki í sama heimi og við hin, þe. fyrir utan þessa 300 framsóknarmenn sem eftir eru á landinu.
Yfirtaka Alcoa á Alcan hefði ekki mikil áhrif hér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hið besta mál
mán. 7.5.2007
útkoman úr þessari könnun, það er ljóst hvert trendið er þessa dagana og síðustu 2-3 vikur.
Sjallarnir hafa verið í kringum 40% sem mun þýða umþ. 36-38% tops.
Samfó er á mikilli siglingu og hafa verið að bæta vel í á sama tíma og VG eru að tapa fylgi enda sennilega í ca. 14-16% og samfó í ca. 26-28%
Framsókn er á niðurleið, en hefðin segir að þeir nái í góðan endasprett og fara þá kannski í 9-11% meðan Frjálsyndir eru að bæta smátt og smátt í og spái ég því að FF fari jafnvel í 8-10%
Íslandshreyfingin verður föst í þessum 2-2,5% sem gæti valdið því að stjórnin haldi velli eftir allt saman, þó ólíklegt megi teljast að einhver vilji mynda stjórn með flokki sem helmingast á milli kosninga.
Samfylking og Sjálfstæðisflokkur bæta við sig fylgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mogginn alltaf fyrstur
mán. 7.5.2007
með fréttirnar......
Á vef BBC er greint frá því að Ferguson ætli sér að ná í þá Owen Hargreaves frá litla firmaklúbbnum í suður-þýskalandi, Gareth Bale frá Southampton og Dmitar Berbatov frá tottar hann hot spur.
Aldeilis fínar fréttir, sérsatklega í ljósi þess að OH hefur hælt Berbatov á hvert reipi og telur hann einn besta sóknarmann í Evrópu í dag.
Annars tel ég ástæðu til að hrósa Man Utd fyrir að ná að klára deildina fyrir leikinn við Chelsea, það leit nú ekki þannig út á tímabili, og má segja að leikmenn Chelsea hafi eiginlega verið klaufar að missa mannsarana svona langt fram úr sér, ekki ósvipað og á síðasta ári, þegar að í hvert skipti sem MU fékk möguleika á að minnka muninn þá klúðruðu þeir því.
Ferguson ætlar að fá þrjá nýja leikmenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
"Þessi pistill er tekinn af síðu frambjóðenda Frjálslynda Flokksins í Norðaustur kjördæmi."
--------------------------------------------
Ég sat þennann fund sem frambjóðandi Frjálslyndaflokksins og átti hann að fjalla um innflytjendamál, en það var tekinn dágóður tími til að rakka niður FF og frambjóðendur hans eins og Jón Magnússon og Magnús Þór Hafsteinsson sem mér fannst að hefði átt að vera fyrir neðan virðingu lektorana skólagegnu sem voru að láta ljós sitt skína á ósmekklegan hátt að þeim fjarstöddum. Þannig að þeir gátu ekki borið hönd yfir höfuð sér. Svona smekkleysa ber ekki vott um mikla menntun hjá þeim því sagt er að menntun eyði fordómum. Plataði ég einn þeirra með því að segja við hann að ég ætlaði að þakka honum fyrir málefnalega umræðu um flokkinn minn og kokgleypti hann það og sagðist nú ekki hafa verið að hæla flokknum hann hélt greinilega að ég hefði ekki skilið ómerkilegheitin í honum. Þessi sami setti sig á háan hest og taldi að þeir sem ekki skrifuðu rétt og hefðu ekki kommur og punkta í lagi hefðu ekkert inn á bloggið að gera. Ef þetta telst ekki að líta niður á fólk þá veit ég ekki hvað það er. En ég segi látið ekki svona hrokagikki hræða ykkur frá því að blogga þeir eiga engann rétt um fram aðra að gera það.
Það kom fram þarna að það eru 120 þjóðarbrot á Íslandi og ansi margt sem þarf að bæta til að hægt sé að segja að hlutirnir séu í lagi. Svo sem ónóg íslenskukennsla. Nýbúi taldi sig ekki vera tekinn með í félagslífið í skólanum, átti erfitt með að hjálpa barninu með heimanám. Hinsvegar var ekki verið að fjalla um það sem máli skipti fyrir fólkið svo sem húsnæðismál. Börn vantar enn kennitölur , kennslan engan veginn viðunandi fyrir börnin í skólunum, nýbúar að vinna á elliheimilum mállausir, sem er óvirðing bæði við þá og gamla fólkið að geta ekki haft eðlileg samskipti svo eitthvað sé talið .
Svo var alveg frábært að það var verið að hnýta í okkur að við segðum "þetta fólk", en svo henti það bæði konuna sem stóð fyrir þessu að segja "þetta fólk" og líka aðra konu sem gerði ritgerð um flóttafólk að hún sagði ítrekað "þetta fólk" og "þessir krakkar" um börnin þeirra en mér dettur samt ekki í hug að það hafi átt að vera í niðrandi merkingu, ég er ekki svo öfgafull.
Er einhver ástæða að kæra
lau. 28.4.2007
til yfirkjörstjórnar, face it þið voruð of sein að skila, ég sé ekki að það sé til nógu góð ástæða til að afsaka það.
Þetta er handvömm af hálfu baráttusamtakanna, ekkert annað!
Það er löngu vitað að framboðsfrestur rann út á hádegi í gær......
Framboðslistum Baráttusamtakanna hafnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
There is only
lau. 28.4.2007
ONE UNITED.
Ansi hreint skemmtilegar vikur framundan, góðar líkur á því að United nái að endurtaka leikinn frá ´99, og vinna þrefalt.......
Sýnir ótrúlegan styrk að vera 2-0 undir eftir 50 mín, og vinna 4-2.
Ég held að það sé ansi fátt sem getur stoppað Mansarana úr þessu, og væri nátturlega stórkostlegt að ná að tryggja titillinn í síðasta lagi á brúnni þann 9 mai, svo tökum við Chelski í bikarnum og þar á eftri Lifrapoll í úrslitum meistaradeildarinnar.....
United getur hampað titlinum um næstu helgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athyglisvert
fös. 27.4.2007
að svo margir séu hlynntir þessu banni. Ég er reyndar einn af þeim sem er hlynntur slíku banni.
Ef um væri að ræða áfengi er ég nokkuð viss um að niðurstaðan væri önnur!
Segjum að spurt væri, ert þú hlynntur banni við neyslu á áfengjum drykkjum á veitinga og kaffihúsum? (ég er ekki að tala um skemmtistaði, eingöngu matsölustaði og kaffihús)
Það væri gaman að sjá niðurstöður slíkrar könnunar, þætti mér líklegt að í allra mesta lagi 5-6% landsmanna væru hlynntir slíku banni.
Hvernig stendur á því að það er rekinn þvílíkur áróður um allt land (já um allan hin vestræna heim) gegn reykingum, en um alkahólið má ekki segja neitt slæmt, helst vilja menn geta nálgast það út á lokal bensínstöðinni.
Það er staðreynd að alkahól drepur mun fleiri beint og óbeint en reykingar gera, það er almennt viðurkennt að umþ. 10% mannkynsins (sennilega er þessi % hærri) séu haldnir alkahólisma, sem þýðir 30þ á Íslandi, fyrir hvern alka eru ca. 4-5 aðstandendur, sem þjást vegna drykkju einhvers nákomins, þannig að varlega áætlað er það umþ. helmingur þjóðarinnar sem er í klóm alkahólismans!
Er það mögulegt að siðferði okkar sé á svo lágu plani að það er alltílagi að drepa sig og aðra á alkahóli, en að púa nikótín reyk í kringum samferðafólkið er alveg stranglega bannað.....?
Er þessi fyrirsögn trúleg?
"Ung kona lést í umferðarslysi á vesturlandsvegi í nótt, talið er að ökumaður hafi verið undir áhrifum nikótíns."
- Ég er öflugri en allir herir heimsins samanlagðir.
- Ég hef tortímt fleiri mönnum en heimstyrjaldirnar.
- Ég hef orsakað milljónir slysa og lagt í rúst fleiri heimili en öll flóð, stormar og fellibyljir samanlagt
- Ég er slyngasti þjófur í heimi, ég stel þúsundum milljarða á hverju ári.
- Ég finn fórnaflömb meðal ríkra sem fátækra, ungra sem gamalla, sterkra sem veikra.
- Ég birtist í slíkri ógnarmynd, að ég varpa skugga á sérhverja atvinnugrein.
- Ég er þrotlaus, lævís og óútreiknanlegur.
- Ég er allstaðar, á heimilium, á götunni, í verksmiðjunni, á skrifstofunni, á hafinu og í loftinu.
- Ég gef ekkert, ég tek allt.
- Ég er versti óvinur þinn.
- Ég er fyrsti og versti óvinur mannkynsins.
ég er ALKÓHÓL
---------
Smá brot úr Íslendingaspjalli Halldórs Laxnes.
Íslendingar þjást úr sjúkdómi sem er verri en hungursneyð. Þó óhugsandi sé að íslendingur verði hungurmorða af þeim sökum einum að hann er rithöfundur eða ætlar sé að verða það, þá er annar sjúkdómur síst betri sem íslendingar eru reiðubúnir að deyja úr hvernær sem færi gefst, og sennilega ganga fleiri íslendingar fyrir ætternistapa af hans völdum fyrir aldur fram en nokkurs annars sjúkdóms ef grannt er skoðað, og hlutfallslega rithöfundar sem aðrir; en þetta er alkahólismi.
75% landsmanna hlynntir reyklausum veitingahúsum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)