Fundur Alþjóðastofu á Akureyri 18.04.2007. Um innflytjendamál.

"Þessi pistill er tekinn af síðu frambjóðenda Frjálslynda Flokksins í Norðaustur kjördæmi."

-------------------------------------------- 

Ég sat þennann fund sem frambjóðandi Frjálslyndaflokksins og átti hann að fjalla um innflytjendamál, en það var tekinn dágóður tími til að rakka niður FF og frambjóðendur hans eins og Jón Magnússon og Magnús Þór Hafsteinsson sem mér fannst að hefði átt að vera fyrir neðan virðingu lektorana skólagegnu sem voru að láta ljós sitt skína á ósmekklegan hátt að þeim fjarstöddum. Þannig að þeir gátu ekki borið hönd yfir höfuð sér. Svona smekkleysa ber ekki vott um mikla menntun hjá þeim því sagt er að menntun eyði fordómum. Plataði ég einn þeirra með því að segja við hann að ég ætlaði að þakka honum fyrir málefnalega umræðu um flokkinn minn og kokgleypti hann það og sagðist nú ekki hafa verið að hæla flokknum  hann hélt greinilega að ég hefði ekki skilið ómerkilegheitin í honum. Þessi sami setti sig á háan hest og taldi að þeir sem ekki skrifuðu rétt og hefðu ekki kommur og punkta í lagi hefðu ekkert inn á bloggið að gera. Ef þetta telst ekki að líta niður á fólk þá veit ég ekki hvað það er. En ég segi látið ekki svona hrokagikki hræða ykkur frá því að blogga þeir eiga engann rétt um fram aðra að gera það.

Það kom fram þarna að það eru 120 þjóðarbrot  á Íslandi og ansi margt sem þarf að bæta til  að hægt sé að segja að hlutirnir séu í lagi.  Svo sem ónóg íslenskukennsla. Nýbúi taldi sig ekki vera tekinn með í félagslífið í skólanum, átti erfitt með að hjálpa barninu  með heimanám. Hinsvegar var ekki verið að fjalla um það sem máli skipti fyrir fólkið svo sem húsnæðismál. Börn vantar enn kennitölur , kennslan engan veginn viðunandi fyrir börnin í skólunum, nýbúar að vinna á elliheimilum mállausir, sem er óvirðing bæði við þá og gamla fólkið að geta ekki haft eðlileg samskipti svo eitthvað sé talið .

Svo var alveg frábært að það var verið að hnýta í okkur að við segðum "þetta fólk", en svo henti það bæði konuna sem stóð fyrir þessu að segja "þetta fólk" og líka aðra konu sem gerði ritgerð um flóttafólk að hún sagði ítrekað "þetta fólk" og "þessir krakkar" um börnin þeirra en mér dettur samt ekki í hug að það hafi átt að vera í niðrandi merkingu, ég er ekki svo öfgafull.

----------------------------------------
Það er náttúrlega hreinasta snilld hvað menntaakademían er dugleg við steinkastið, mæli með að þetta verði ný grein á næstu ólympíuleikum, steinkast úr glerhúsi, það er deginum ljósara að Íslendingar kæmust á verðlaunapall.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Andmælendur okkar í málefnum innflytjenda lentu í basli svona í fyrstu. Svo fundu þeir leiðina og hafa haldið sig á henni. Þeir segja okkur einfaldlega hvað það er sem við erum að segja og jafnframt líka hvað við meinum. Svo fara þeir hamförum við að andmæla þessari pólitísku stefnu sem þeir reyndar bjuggu til handa sér sjálfir. Þetta er nú líklega fremur sjaldgæft en sýnist þó virka nokkuð vel.

Árni Gunnarsson, 28.4.2007 kl. 18:44

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það er ekki hægt að segja að það sá málefnaleg umræðan hjá andstæðingum okkar.  En sannleikurinn síast inn.  Fólkið í landinu skilur hvað við erum að tala um.  Ég hef allavega ekki heyrt annað.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.4.2007 kl. 11:55

3 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Vinur minn sagði mér í dag sögu frá einu af þessum hjúkrunarheimilum fyrir aldraða í einkageiranum(mig minnir að það heiti Eir)Þessi vinur minn var að heimsækja móður sína sem þar dvelur.Þarna var að hans sögn gamall maður sem sat í stól þegar einn nýbúakona(sem ekki er búið að kenna íslensku)kom og fór að toga í þann"gamla"Hann fór að æpa og hrópaði á hjálp.Vinur minn blandaði sér í málið.Þá kom í ljós að konan var að ná í manninn af því hann átti að fara í einverjar æfingar.Nú af hverju sagði hún það ekki? spurði sá"gamli"ég hef verið að bíða eftir því að vera sóttur.!!!!!!!

Ólafur Ragnarsson, 30.4.2007 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband