Athyglisvert

að svo margir séu hlynntir þessu banni. Ég er reyndar einn af þeim sem er hlynntur slíku banni.

Ef um væri að ræða áfengi er ég nokkuð viss um að niðurstaðan væri önnur!

Segjum að spurt væri, ert þú hlynntur banni við neyslu á áfengjum drykkjum á veitinga og kaffihúsum? (ég er ekki að tala um skemmtistaði, eingöngu matsölustaði og kaffihús)

Það væri gaman að sjá niðurstöður slíkrar könnunar, þætti mér líklegt að í allra mesta lagi 5-6% landsmanna væru hlynntir slíku banni.

Hvernig stendur á því að það er rekinn þvílíkur áróður um allt land (já um allan hin vestræna heim) gegn reykingum, en um alkahólið má ekki segja neitt slæmt, helst vilja menn geta nálgast það út á lokal bensínstöðinni.

Það er staðreynd að alkahól drepur mun fleiri beint og óbeint en reykingar gera, það er almennt viðurkennt að umþ. 10% mannkynsins (sennilega er þessi % hærri) séu haldnir alkahólisma, sem þýðir 30þ á Íslandi, fyrir hvern alka eru ca. 4-5 aðstandendur, sem þjást vegna drykkju einhvers nákomins, þannig að varlega áætlað er það umþ. helmingur þjóðarinnar sem er í klóm alkahólismans!

Er það mögulegt að siðferði okkar sé á svo lágu plani að það er alltílagi að drepa sig og aðra á alkahóli, en að púa nikótín reyk í kringum samferðafólkið er alveg stranglega bannað.....?

Er þessi fyrirsögn trúleg?

"Ung kona lést í umferðarslysi á vesturlandsvegi í nótt, talið er að ökumaður hafi verið undir áhrifum nikótíns." 

 

  • Ég er öflugri en allir herir heimsins samanlagðir.
  • Ég hef tortímt fleiri mönnum en heimstyrjaldirnar.
  • Ég hef orsakað milljónir slysa og lagt í rúst fleiri heimili en öll flóð, stormar og fellibyljir samanlagt
  • Ég er slyngasti þjófur í heimi, ég stel þúsundum milljarða á hverju ári.
  • Ég finn fórnaflömb meðal ríkra sem fátækra, ungra sem gamalla, sterkra sem veikra.
  • Ég birtist í slíkri ógnarmynd, að ég varpa skugga á sérhverja atvinnugrein.
  • Ég er þrotlaus, lævís og óútreiknanlegur.
  • Ég er allstaðar, á heimilium, á götunni, í verksmiðjunni, á skrifstofunni, á hafinu og í loftinu.
  • Ég gef ekkert, ég tek allt.
  • Ég er versti óvinur þinn.
  • Ég er fyrsti og versti óvinur mannkynsins. 

 ég er ALKÓHÓL

--------- 

 Smá brot úr Íslendingaspjalli Halldórs Laxnes.

Íslendingar þjást úr sjúkdómi sem er verri en hungursneyð. Þó óhugsandi sé að íslendingur verði hungurmorða af þeim sökum einum að hann er rithöfundur eða ætlar sé að verða það, þá er annar sjúkdómur síst betri sem íslendingar eru reiðubúnir að deyja úr hvernær sem færi gefst, og sennilega ganga fleiri íslendingar fyrir ætternistapa af hans völdum fyrir aldur fram en nokkurs annars sjúkdóms ef grannt er skoðað, og hlutfallslega rithöfundar sem aðrir; en þetta er alkahólismi. 

 


mbl.is 75% landsmanna hlynntir reyklausum veitingahúsum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kannski það muni almenning ekki svo miklu hvort heldur er bannað, áfengi eða sígarettur, en sem starfsmaður skemmtistaðar þá finnst mér mun auðveldara að forðast óbeina áfengisneyslu heldur en óbeinar reykingar :) 

Halla (IP-tala skráð) 28.4.2007 kl. 04:01

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það er sennilega málið.  Reykurinn svífur um allt og sest í fötin manns og svoleiðis.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.4.2007 kl. 10:47

3 Smámynd: Anders Staunsager Larsen

Hehe  15. agust så er det slut med røg alle steder over 40 m2 i Danmark !!! Surt du flyttede....hehe.
Men slap lige af med alkohol snakken du lyder jo som min svoger !!! husk bare fordi du (og jeg) ikke kan styre det er det mange som nyder det, vel at mærke uden at skade andre end sig selv. Nok ikke meget være end 10 kg for meget på vommen.

Anders Staunsager Larsen, 28.4.2007 kl. 14:10

4 Smámynd: Einar Ben

Það er ekki leiðum að líkjast.

Anders my dear, ég er ekki að tala um að banna alkahól, þetta er eingöngu smá hugleiðing frá mér um málið.

Einar Ben, 28.4.2007 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband