Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007
Frábært fyrir landsbygðina
fös. 30.3.2007
ef Hlynur Sigmarsson kæmist í stjórn HSÍ, það vantar kjarnorkubolta sem ekki liggja á skoðunum sínum í æðstu stöður innan HSÍ, eitt er víst að Hlynur er engin JÁ dúkka sem stendur og situr eftir annara höfði.
Gangi þér vel í þessari baráttu Hlynur.
Þrír vilja í stjórn HSÍ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kannski þetta sýni hvar við stöndum
fim. 29.3.2007
í veruleikanum, að aðeins 8169 manns hafi skrifað undir segir mér að þessi svokallaða umhverfis vitund risti ekki dýpra en svo að þegar á að setja nafn og kt. við hana þá hoppa margir frá....
....eða þá að hreinlega það sé ekki meiri áhugi fyrir þessu en þetta, amk hefur ansi oft verið safnað fleiri undirskriftum fyrir önnur málefni á mun skemmri tíma.....
Þetta hlýtur að teljast misheppnað plot hjá Ómari og félögum, sem vilja byggja landið upp á einhverju öðru....
.....gallinn er bara að það er erfitt að fá upp úr þeim hvað þetta annað er, og hvort það gefi sömu laun fyrir óbreyttan verkamann og starf í kerskála Norðuráls....
Já, ég trúi því að þetta þýði að okkar stóra land byggir að mestu leyti mjög skynsamt fólk sem gerir sér grein fyrir því að það er erfitt að lifa á "einhverju öðru"......
Að sjálfsögðu er hátækniiðnaður hið besta mál og mun ég fagna því ef slíkur iðnaður myndi rísa á Íslandi, tilfellið er bara að við slíkan iðnað væri að mestu leyti frekar vel menntað fólk sem fengi störf.
Ljóst er að ekki allir fengju vinnu við hvorki ferðamannabransann eða hátækniiðnað, túrista bransinn er nátturlega einungis í ca. 3 mánuði á ári, hvað eigum við að gera restina af árinu...
....já þegar stórt er spurt...
Nærri 8200 hafa skrifað undir sáttmála Framtíðarlandsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Svona er þetta
fim. 29.3.2007
Rakst á eftirfarandi pistil á netinu -- verð að afrita hann hingað!
"Þjóðarsáttmáli Fortíðarlandsins:
-Við heitum því að nýta okkur aldrei nokkurn snefil af tækninýjungum eða hátækni
-Við heitum því að leggja niður allar virkjanir og hætta umsvifalaust allri orkunotkun á Íslandi
-Við heitum því að stunda einvörðungu sjálfsþurftarbúskap og snerta ekki auðlindir landsins
-Við heitum því að gera Ísland aftur að fátækustu og vanþróuðustu þjóð Evrópu líkt og við vorum fyrir 100 árum!
Látum nú hendur standa fram úr ermum góðir íslendingar og skrifum undir þjóðarsáttmála Fortíðarlandsins. Við megum ekki láta glepjast af gylliboðum hátæknialdarinnar og þeytast áfram upp lista Sameinuðu þjóðanna yfir lífskjör og gæði, látum staðar numið og snúum aftur á slóðir forfeðranna, aftur til fornalda!
Sjálfsþurftarbúskapur eða dauði!
-Fortíðarlandið"
Og í ritskýringu var spurt, hvort þetta minni ekki svolítið á ónefndan stjórnmálaflokk?
Hreinasta snilld.....
Glitnir: leiðrétta þarf ójafnvægi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mjög gott framtak
mið. 28.3.2007
hjá þeim í Múrbúðinni og löngu tímabært.
Neytendur eru ansi oft blekktir með alskyns "útsölu tilboðum" eða bara "tilboðum" og frumskógurinn getur verið svo mikill að það er ekki nokkur leið að átta sig á því hvað er í gangi, eins og þeir benda á hérna. Oft á tíðum hefur maður á tilfinningunni að fyrst sé verðið hækkað og síðan er auglýst "útsala" frá því verði.
Þekkt er að ákveðin stórfyrirtæki auglýsi svokallaða verðvernd (prisgaranti) þar sem neytenda er lofað að ef varan finnist ódýrari annarstaðar fæst verðmunurinn greiddur.
Það sem aftur á móti er minna þekkt er að sömu fyritæki ná sérsamningum við ákveðna framleiðendur (td. heimilistækja framleiðendur) um framleiðslu á tækjum fyrir verslunarkeðjur sínar. Tiltekin tæki bera kannski týpunúmer 406043E og eru einungis seld í verslunum ákveðinnar verslunarkeðju, samskonar tæki er svo selt í verslun samkepnis aðilans en ber týpunúmerið 406043EU.
Það sér því hver maður að þarna er neytendanum snúið í þvílíkan hring að erfitt er að gera verðsamanburð, eins viðurkenna framleiðendur að tækin beri týpunúmer eftir því hvaða land er framleitt fyrir þannig að verðsamanburður á milli landa getur einnig verið erfiður.
Ég keypti uppþvottavél af gerðinni AEG í fyrrasumar í Danmörku áður en af kaupunum varð leitaði ég eftir sömu vél hér heima en fann hana hvergi aftur á móti fann ég nánast eins vél með týpunúmer mjög svipað og á minni vél, verðmunur ca. 40þ íslenskar, mín kostaði 4000dkr. (ca. 47þ isk. á genginu þá) meðan þessi "íslenska" kostaði yfir 80þ.
Ég á erfitt með að goodera að það kosti meira en 40þ að flytja eina uppþvottavél til íslands..... fullur gámur af vörum kostar í sjófragt frá Danmörku hingað komin e-ð í kringum 150-200þ fyrir mig sem einstakling, það er á hreinu að innflytjendur fá einhvern afslátt, gefum okkur ca. 20% þá kostar gámurinn kannski í kringum 120-160þ.
Í einum 20 feta gám er hægt að koma fyrir ca. 56 þvottavélum sem gerir að pr. vél er flutningskostnaðurinn í mesta lagi 3000kr. síðan eru að sjálfsögðu einhverjir tollar og annað bull sem ríkið tekur, þannig að við erum kannski að tala um ca. 10.000 í mesta lagi pr. vél, samt leyfa þessir glæpamenn sér að að selja samskonar vél 40þ kr. dýrari en hún kostar út úr búð í Danmörku.....
.....hvaða rugl er þetta eiginlega....
Segja afsláttarmálningu aldrei hafa verið selda á upprunalegu verði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Endaspretturinn hafin
mið. 28.3.2007
hjá Fergie, að sjálfsögðu hefur hann hug á að ná þrennunni og ég er sannfærður um að hann er sannfærður um að það takist.
Þetta er týpískt sálfræði trikk hjá kallinum.
Ferguson: Ólíklegt að við náum þrennunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ekki í fyrsta sinn
sun. 18.3.2007
sem markaðurinn hrynur í DK, þetta gerðist einnig (ef ég man rétt) í kringum 1985, og upp úr 1995 fór allt af stað aftur og virðist hafa náð toppi í dag.
1997 skoðuðum við hjónin hús í Græsted (höfuðborg Norðursjálands ) eitt var endaraðhús á ca. 550þ dkr og annað var gamalt einbýlishús í elsta hluta bæjarins og var ásett verð umþ. 650þ dkr. þetta gamla hús var til sölu aftur haustið 2005 á 1,7 millljón og raðhúsin voru yfirleitt að seljast á ca. 1,4-1,6 milljónir á sama tíma.
Annað dæmi. í byrjun árs 2004 talaði ég við fasteignasala sem sagði mér að allir þéttbýlis kjarnar hefðu ákveðin topp í fasteignaverði og að í Græsted væri þessi toppur 2 mill. til að fara yfir það þyrfti húsið að vera einstaklega flott og velbúið, á þessum tíma var eitt hús á yfir 2 mill. Umþ. 1½ ári seinna var mjög erfitt að finna hús undir 2 mill. í Græsted.
Þannig að ljóst er að þetta breytist hratt, en núna virðist vera að koma stopp og jafnvel lækkun, enda getur verð ekki hækkað endalaust. Það sem danskir húseigendur hafa framyfir okkur hérna á klakanum er að þeir hafa verið að borga af höfuðstól lána sinna og lánin hafa þal. lækkað, þar sem að engin verðtrygging er á lánum í DK, frekar en öðrum löndum í hinum vestræna heimi.
Það þarf að fylgja með í sögunni að fyrir 3-4 árum byrjuðu bankar í DK að bjóða afborgunar laus lán í allt að 10 ár þe. þá eru einungis greiddir vextir, en ekki af láninu sjálfu, að sjálfsögðu voru einhverjir sem að skuldbreyttu lánum sínum eða keyptu á þannig lánum, en það breytir því ekki að lánið hefur EKKI hækkað, eins og gerist hér á landi.
Lítið dæmi, úr þessari færslu
Húsnæðislán uppá kr. 12.400.000 tekið í okt. 2005 á 4,15% vöxtum með fyrstu greiðslu í des 2005, stendur í dag í kr. 12.979.366 þrátt fyrir að á þessum tíma hafi verið greitt kr. 1.022.058, semsagt lánið hefur hækkað um 600þ. á þessum tíma.... ekki að ógleymdum 400þ. kr. lántökukostnaði, sem er meðal annars 1,5% nefskattur í ríkiskassann, meðan annarsstaðar í heiminum er notast við fastar upphæðir í lántökugjöldum.
Hvaða rugl er þetta eiginlega.....
Er ekki tímabært að stjórnvöld þessa lands afnemir þennan okurskatt á launþega sem verðtrygging lána er?
kv. af skaga
PS. X við F í kosningum til alþingis í vor eykur líkurnar á afnámi verðtryggingar lána til muna.
Mikil lækkun yfirvofandi á danska fasteignamarkaðnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Frábær
sun. 18.3.2007
árangur hjá Birgi Leif.
Enginn spurning að Birgir Leifur er einn af 3 fremstu íþróttamönnum okkar í dag og ekki nokkur vafi á því að hann á eftir að ná enn lengra með því að leggja hart að sér við æfingar og keppni, það mun skila sér.
Stórt til hamingju héðan frá bökkum Long Beach.
Birgir lék á 68 höggum á lokadeginum í Kína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ljóst að hagur launfólks í landinu
fim. 15.3.2007
stórbatnar komist Frjálslyndir í stjórn og berjist fyrir afnámi verðtrygginar á lánsfé, hækkun skattleysismarka og bættum kjörum aldraðra og öryrkja, ræðu Magnúsar má nálgast á heimasíðu hans magnusthor.is
Frálslyndir eru á réttri leið með barráttumál sín, breyting á gjafakvótakerfinu er fyrir löngu orðin tímabær sem og mannréttindi erlends vinnuafls sem víðast býr við ansi bág kjör.
Kv. af skaga.
Magnús Þór: Hækka ber skattleysismörk í 150.000 krónur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sterkur listi
þri. 13.3.2007
Frjálslyndra í Reykjavík.
Það er mikill fengur fyrir FF að Jón og Magnús skuli leiða listann í Rvk, hérna eru á ferðinni menn sem þora að kalla hlutina sínum réttu nöfnum, sbr. innflytjenda umræðuna sem þeir félagar komu af stað á haustmánuðum, mál sem flestum finnst óþægilegt að tala um og þal. dæma þá sem því þora sem rasista og þaðan af verra. Ýmsir ganga svo langt að líkja Frálslynda flokknum við KKK, tilfellið er að svona ummæli dæma sig sjálf og segja meira um þá sem láta þau frá sér fara en þá sem þau eru ætluð.
Bendi einu sinni enn á málefnahandbók Frjálslyndra sem er að finna á heimasíðu flokksins, sem og stjórnmálayfirlýsingu frjálslyndra, og spyr hvar í þessum gögnum er að finna e-ð sem ber vott um rasisma og útlendingahatur?
Gjafakvótakerfi stjórnvalda, lækkun okurvaxta, hækkun á skattleysismörkum í 150Þ á mán, afnám verðtryggingar á lánum, afnám gjaldtöku í Hvalfjarðagöng og lækkun vöruverðs er meðal annara stórmála sem FF hefur á stefnuskránni.
Það er deginum ljósara að breytinga er þörf, og það gerist ekki ef sama ríkisstjórn situr áfram eftir kosningar.
Kveðja af skaga.
PS.
Frjálslyndir eru komnir til að vera og spái ég því að þeir nái inn amk. 5 jafnvel 6 mönnum í kosningunum í vor, og gætu þar með verið með lykilstöðu í myndun næstu ríkistjórnar.
Magnús Þór og Jón Magnússon í fyrstu sætunum í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mjög eðlilegt
fim. 1.3.2007
þar sem þetta er ein besta rokkhljómsveit sögunar, og miðað við frammistöðuna í KB hallen í köben í byrjun síðasta árs þá eiga þessir kappar nóg eftir, þrátt fyrir að hafa verið að í rúm 40 ár, amk. 3 þeirra, og ekki hefur Steve Morse skemmt fyrir.
Má ég benda á tónlistarspilarann hér fyrir neðan, en þar er að finna 2 af bestu lögum DP af síðasta diski þeirra Rapture of the Deep, sem kom út síðla árs 2005, og er að mínu mati á top 3 yfir plötur þeirra félaga.
kveðja af skaga.
Uppselt í stúku á tónleika Deep Purple og Uriah Heep | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 17:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)