Skoðanakannanir síðustu daga
sun. 15.4.2007
eru frekar skrítnar, VG mælast ýmist með 25% eða í kringum 15% fylgi.
Ég tel að kannanir Blaðsins og Fréttablaðsins séu minna marktækar en kannanir Gallup (Capacent) þar sem úrtak í könnunum þessara tveggja miðla er einungis í kringum 800 manns og svarhlutfall innan við 60%, á meðan Gallup notar stærra úrtak, eða í kringum 13-1400 manns, þó er svarhlutfall þar einnig aðeins í kringum 60% þó hærra en í könnunum Blaðsins og Fréttablaðsins.
Reyndar finnst mér afskaplega lítið að marka allar þessar kannanir, td. er ég nokkuð viss um að raunfylgi D og B lista sé um 35-7% hjá D og 11-14 hjá B, semsagt D fær minna en kannanirnar sýna og B meira, verði þetta niðurstaðan er stjórnin fallin, og er það af hinu góða.
Fylgi VG minnkar samkvæmt nýrri könnun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Síðasta könnun Gallup var raunar nokkuð sérkennileg líka:
"Könnunin var gerð 3. til 9. apríl, 940 voru spurðir, svarhlutfall var 61,7%."
Skv. RÚV
Sumsé vel innan við 600 svör og tímasetningin er sjálf páskahelgin.
Ágætt að þetta sé ekki allt á einn veg. Eykur bara á spennuna enda skiptir minnstu hverju fólk svarar í könnunum. Kosningarnar eru 12. maí.
Arnar (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 11:46
Félagsvísindastofnun hefur yfirleitt verið að skila nákvæmustum mælingum í gegnum árin. Kannski Gallup séu að ná þeim? 600 svör eru nú samt ekki merkilegur grunnur. Félagsvísindastofnun vill meina að þurfi að lágmarki um 1300 svör í 250-300 þús. manna samfélagi til að fá raunhæfa niðurstöðu.
Baldvin Jónsson, 15.4.2007 kl. 22:48
Já þær eru skrýtnar þessar kannanir. En þær gefa samt merki um það sem koma skal. Við vitum ákveðnar breytur eins og að sjallar mælast alltaf hærri en þeir fá, frammarar og frjálsir mælast alltaf neðar en þeir fá, spurningin er um hvernig þetta verður með vinstri græna og samfylkinguna.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.4.2007 kl. 09:41
Á ekkert að fara að byggja?????????
sindri
jóna björg (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 14:15
Júbb, nú er búið að samþykkja teikningarnar!!!
SigrúnSveitó, 21.4.2007 kl. 00:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.