Færsluflokkur: Dægurmál
Seld!!!
mið. 12.9.2007
Á mánudaginn fengum við tilboð í íbúðina uppá 17,5 og gerðum gagntilboð uppá 18,2 sem var samþykkt í gær..... afhending er 15 janúar!!!
Þetta er nátturlega bara frábært, og virkilega gott að þetta er komið svona langt, nú getum við farið að einbeita okkur að nýja húsinu, enda ekki vanþörf á, 15 jan er eftir 4 mánuði.....
Annars er það að frétta af húsinu að í gær voru burðarbitarnir hífðir upp, þannig að næst á dagskrá er að setja upp sperrur og síðan steypa restina, og þá er ekki mjög langt í þakið.....
Planið er að gera bílskúrinn og forstofuna íbúðarhæft (umþ. 80 m2) sem fyrst og flytja inní þann hluta húsins fyrir 15 jan, hitt kemur svo í fyllingu tímans.
Langar í lokin að benda á athyglisverða grein um vald svokallaðra "sérfræðinga" á Íslandi í dag, hérna.
kv. Einar Ben.
Ps. Hermann og Birna til hamingju með króann, og að sjálfsögðu færir þú Birnu Lazy Boy að gjöf, til brjóstagjafa.....
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)