Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007
Skagamenn geta
lau. 12.5.2007
farið stoltir frá þessum leik, það er ljóst að skagamenn eru sýnd veiði en ekki gefin í sumar.
Að ná að setja tvö kvikindi 1. (jafnvel 2) færri á móti FH er vel af sér vikið og greinilegt að kjúklingarnir hans Gauja eiga fullt erindi í þessa baráttu.
Til hamingju með 3 erfið stig FH ingar, þið eruð sennilega fegnir að búnir með þennan leik!
Ekki spurning að framtíðin er björt á skaganum.
Til hamingju með frammistöðuna strákar, þó ekki hafi fengist stig í dag, þá held ég að við stuðningmennirnir geti verið nokkuð sáttir við frammistöðuna.
Áfram Skagamenn.
Guðjón: Margir áttu von á stórsigri FH | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hverjum er ekki sama
mið. 9.5.2007
um allar þessar kannanir.....? Það er kosið á laugardaginn og endanleg niðurstaða verður þessi.
D 35-38%
B 8-11%
S 25-28%
F 8-11%
V 14-17%
I 2-4%
Annað mál og öllu merkilegra, hvenær ætlar mogginn að fjalla um Kompás þáttinn frá því á Sunnudaginn og greina frá játningu gamals útgerðarmanns um kvótasvindl, sem skrifuð er hér á moggabloggi?
Það er kominn tími til að mogginn dragi hausinn út úr rassgatinu á Sjálfstæðisflokknum og greini frá því sem er að gerast úti í þjóðfélaginu, ekki því sem fer fram í þeim fúla endaþarmi sem stjórnarflokkarnir bera.
Það er ótrúlegt að það virðast einungis fáir þora að tala um þetta stærsta glæpamál íslandsögunnar, sem er afleiðing af þroskaheftu kvótakerfi....
Það segir sig sjálft, og þetta geta mas. sjallar viðurkennt þegar þeir rífa hausinn uppúr sandinum, að það að borga 200kr. fyrir kíló af þorski í kvótaleigu, og fá síðan 250kr. fyrir það á markaði eða beint til vinnslu, getur ekki gengið upp, af þessum 50 kalli sem er afgangs þarf að reka útgerðina, þ.e. olía, veiðarfæri, viðhald og mannalaun....
Ég leyfi mér að segja að þeir sem ekki sjá e-ð rangt við þetta, eru væntanlega með greindarvísitölu langt undir meðallagi, og ættu amk. ekki að fá að stjórna þjóðarskútunni!
já, þung er sú skömm.....
Ríkisstjórnin fallin samkvæmt nýrri skoðanakönnun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Er Kallinn
þri. 8.5.2007
á einhverju, eða gleymdi hann kannski að taka lyfin sín.
Heldur maðurinn virkilega að fólk trúi þessu, bara af því að hann segir það
Það liggur fyrir að ef Alcoa gleypir Alcan þá mun eitt fyrirtæki standa fyrir 70-80% af álframleiðslu á Íslandi, og þeir munu ráða orkuverði þegar það passar þeim!
Samningar sem fyrirtækin eru með í dag renna út, og þá þarf að semja uppá nýtt, það er ljóst að með þessa pappakassa sem stjórna í dag við það samningaborð yrði dísaster fyrir okkur, líklega endar það með því að Alcanoa mun eignast Landsvirkjun fyrir klink....
Eitt er víst að verði af þessum samruna, þá verður að koma í veg fyrir að þetta fyrirtæki reisi álver á Húsavík, nær væri að leita til annars álfyrirtækis með þá uppbyggingu í huga.
Nei, Jón Sigurðsson þarf að fá sér ný gleraugu, það er ljóst, hann er greinilega ekki í sama heimi og við hin, þe. fyrir utan þessa 300 framsóknarmenn sem eftir eru á landinu.
Yfirtaka Alcoa á Alcan hefði ekki mikil áhrif hér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hið besta mál
mán. 7.5.2007
útkoman úr þessari könnun, það er ljóst hvert trendið er þessa dagana og síðustu 2-3 vikur.
Sjallarnir hafa verið í kringum 40% sem mun þýða umþ. 36-38% tops.
Samfó er á mikilli siglingu og hafa verið að bæta vel í á sama tíma og VG eru að tapa fylgi enda sennilega í ca. 14-16% og samfó í ca. 26-28%
Framsókn er á niðurleið, en hefðin segir að þeir nái í góðan endasprett og fara þá kannski í 9-11% meðan Frjálsyndir eru að bæta smátt og smátt í og spái ég því að FF fari jafnvel í 8-10%
Íslandshreyfingin verður föst í þessum 2-2,5% sem gæti valdið því að stjórnin haldi velli eftir allt saman, þó ólíklegt megi teljast að einhver vilji mynda stjórn með flokki sem helmingast á milli kosninga.
Samfylking og Sjálfstæðisflokkur bæta við sig fylgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mogginn alltaf fyrstur
mán. 7.5.2007
með fréttirnar......
Á vef BBC er greint frá því að Ferguson ætli sér að ná í þá Owen Hargreaves frá litla firmaklúbbnum í suður-þýskalandi, Gareth Bale frá Southampton og Dmitar Berbatov frá tottar hann hot spur.
Aldeilis fínar fréttir, sérsatklega í ljósi þess að OH hefur hælt Berbatov á hvert reipi og telur hann einn besta sóknarmann í Evrópu í dag.
Annars tel ég ástæðu til að hrósa Man Utd fyrir að ná að klára deildina fyrir leikinn við Chelsea, það leit nú ekki þannig út á tímabili, og má segja að leikmenn Chelsea hafi eiginlega verið klaufar að missa mannsarana svona langt fram úr sér, ekki ósvipað og á síðasta ári, þegar að í hvert skipti sem MU fékk möguleika á að minnka muninn þá klúðruðu þeir því.
Ferguson ætlar að fá þrjá nýja leikmenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |