Hverjum er ekki sama

um allar þessar kannanir.....? Það er kosið á laugardaginn og endanleg niðurstaða verður þessi.

D 35-38%

B 8-11%

S 25-28%

F 8-11%

V 14-17%

I 2-4% 

Annað mál og öllu merkilegra, hvenær ætlar mogginn að fjalla um Kompás þáttinn frá því á Sunnudaginn og greina frá játningu gamals útgerðarmanns um kvótasvindl, sem skrifuð er hér á moggabloggi?

Það er kominn tími til að mogginn dragi hausinn út úr rassgatinu á Sjálfstæðisflokknum og greini frá því sem er að gerast úti í þjóðfélaginu, ekki því sem fer fram í þeim fúla endaþarmi sem stjórnarflokkarnir bera.

Það er ótrúlegt að það virðast einungis fáir þora að tala um þetta stærsta glæpamál íslandsögunnar, sem er afleiðing af þroskaheftu kvótakerfi....

Það segir sig sjálft, og þetta geta mas. sjallar viðurkennt þegar þeir rífa hausinn uppúr sandinum, að það að borga 200kr. fyrir kíló af þorski í kvótaleigu, og fá síðan 250kr. fyrir það á markaði eða beint til vinnslu, getur ekki gengið upp, af þessum 50 kalli sem er afgangs þarf að reka útgerðina, þ.e. olía, veiðarfæri, viðhald og mannalaun....

Ég leyfi mér að segja að þeir sem ekki sjá e-ð rangt við þetta, eru væntanlega með greindarvísitölu langt undir meðallagi, og ættu amk. ekki að fá að stjórna þjóðarskútunni!  

já, þung er sú skömm..... 


mbl.is Ríkisstjórnin fallin samkvæmt nýrri skoðanakönnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Steinn Guðmunds

Nákvæmlega og allt satt. Þekki fleiri sjómenn en 30 (heimildarmenn þáttarins og þeir hafa allir sömu sögu það vita þetta allir en enginn viðurkennir að sjálfsögðu undir nafni. Það er svipað og ef þú færir niður á löggustöð og viðurkenndir að hafa farið yfir 70 þar sem hámarshraði er 60 innan bæjar. En kommon það vita þetta allir og hafa vitað lengi. En einu sem fjalla um þetta eru Frjálslyndir.

Þórður Steinn Guðmunds, 9.5.2007 kl. 22:21

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég er stundum ekki viss um stöðu mína gagnvart meiðyrðalöggjöfinni. En þegar ég hugsa til Mafíunnar á Ítalíu og Sjávarúrvegsráðuneytisins með öllum sínum deildum þá tek ég inn í myndina samanburð á fjölda þessara tveggja þjóða og svo felli ég út morð og líkamlegt ofbeldi. Að því búnu sýnist mér fyrri félagsskapurinn bara hrekkjóttur strákahópur í þeirri viðmiðun allri.

Árni Gunnarsson, 9.5.2007 kl. 23:31

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er ótrúleg þöggun sem er í gangi.  Alveg ótrúleg.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.5.2007 kl. 10:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband