Ef framfarir eru ekki málið
sun. 8.4.2007
hvað er þá málið, afturfarir, ekki getum við staðið í stað, einfaldlega vegna þess að allt í heimi hér er annahvort á uppleið eða niðurleið, ekkert stendur í stað!
Ljóst er því að biskup vor vill afturför, sem og alltof stór hluti þjóðarinnar, samkvæmt skoðanakönnunum síðustu vikna, sem segja að allt að rúmlega 1/4 þjóðarinnar ætli sér að kjósa Vinstri Galna og þar með efnahagslegan kjarnorkuvetur......
Reyndar hef ég litla trú á skoðanakönnunum einfaldlega vegna þess að svarhlutfallið er ansi lítið, einungis um 60% svara eða taka afstöðu, þetta tel ég að muni breytast á kosningadegi, spá mín fyrir komandi kosningar er þanning
Sjallarnir 35-38%
Framsókn 8-11%
Samfylking 22-25%
Vinstri G. 13-16%
Frjálslyndir 9-12%
Ómar og co undir 5%
Stjórnin fellur, en gæti með stuðningi FF haldið vellið, annar möguleiki er að sjálfsögðu kaffibandalagið, nú eða jafnvel samfó, vg og framsókn þó ekki sé það vænlegt og greinilega ekki vilji þjóðarinnnar, þar sem tveir af þessum þremur flokkum eru að tapa töluverðu fylgi.
Gleðilega páska.
Áherslan á endalausar framfarir er tál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Gleðilega Páska!
Innilega sammála þér
Ólafur Ragnarsson, 8.4.2007 kl. 19:24
Ég held að sé nú varla hægt að setja þetta kaffibandalag í einhvern forgang úr þessu heldur skiptir öllu að setja baráttumál Frjálslyndra í öndvegi þ.e. breytingu á fiskveiðistjórnun og skatta og lífeyrismálum
Sigurjón Þórðarson, 8.4.2007 kl. 21:43
Biskupinn á bágt, á því leikur ekki vafi. Það er annars hagsmunir hans að allt sé í kaldakoli, prestar eru sálusorgarar og þegar gott er í ári, er lítið að gera hjá þeim. Þeir þrífast á að telja fólki trú um að það sé von, hvort sem hún er til staðar eða ekki. Þetta minnir mig á Woody Allen í Scoop, þar sagði hann: „You may be dead, but there is still hope.“ (Hann var dauður á leiðinni yfir Styx.)
Þú ert óraunsær að einu leyti, og það er fylgið við Frjálslynda flokkinn. Ég held að útlendingasprengjan eigi eftir að springa í andlitið á þeim. Og þótt hún spryngi ekki, verður fylgið í kring um 5%.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 8.4.2007 kl. 22:18
Det er fuldstændigt lige meget hvem der får flest stemmer, de er kriminelle hele banden. De bruger alle pengene til løn, store biler, mad og druk til dem selv og deres vener alligevel.
Luk lortet Anarki ville næsten være bedre.
anders (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 07:37
Skemmtilegt innlegg frá ananasinum vini mínum í baunalandi.
Anders, við elskum þig líka......
Einar Ben, 10.4.2007 kl. 15:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.