Sterkur listi

Frjálslyndra í Reykjavík.

Það er mikill fengur fyrir FF að Jón og Magnús skuli leiða listann í Rvk, hérna eru á ferðinni menn sem þora að kalla hlutina sínum réttu nöfnum, sbr. innflytjenda umræðuna sem þeir félagar komu af stað á haustmánuðum, mál sem flestum finnst óþægilegt að tala um og þal. dæma þá sem því þora sem rasista og þaðan af verra.  Ýmsir ganga svo langt að líkja Frálslynda flokknum við KKK, tilfellið er að svona ummæli dæma sig sjálf og segja meira um þá sem láta þau frá sér fara en þá sem þau eru ætluð.

Bendi einu sinni enn á málefnahandbók Frjálslyndra sem er að finna á heimasíðu flokksins, sem og stjórnmálayfirlýsingu frjálslyndra, og spyr hvar í þessum gögnum er að finna e-ð sem ber vott um rasisma og útlendingahatur? 

Gjafakvótakerfi stjórnvalda, lækkun okurvaxta, hækkun á skattleysismörkum í 150Þ á mán, afnám verðtryggingar á lánum, afnám gjaldtöku í Hvalfjarðagöng og lækkun vöruverðs er meðal annara stórmála sem FF hefur á stefnuskránni.

Það er deginum ljósara að breytinga er þörf, og það gerist ekki ef sama ríkisstjórn situr áfram eftir kosningar.

Kveðja af skaga.

PS.

Frjálslyndir eru komnir til að vera og spái ég því að þeir nái inn amk. 5 jafnvel 6 mönnum í kosningunum í vor, og gætu þar með verið með lykilstöðu í myndun næstu ríkistjórnar.


mbl.is Magnús Þór og Jón Magnússon í fyrstu sætunum í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sammála .kv frá eyjum.

Georg Eiður Arnarson, 13.3.2007 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband