Frjálslyndir og kynþáttahatur.
sun. 28.1.2007
Eru ekki sama stærð!
Það hefur mikið verið rætt og skrifað undanfarna daga, vikur og mánuði að Frjálslyndi flokkurinn sé að breytast í hægri öfga þjóðernisflokk, sem vill loka landinu fyrir útlendingum.
Þetta er engan veginn rétt, xf vill aftur á móti reyna að reka ábyrga innflytjenda pólitík, t.a.m. með því að stuðla að því að þeir sem hingað komi, fái íslensku kennslu, þeim séu tryggð sömu réttindi á atvinnumarkaði og innfæddum, að börn útlendinga fái móðurmálskennslu, að þeir þurfi ekki að búa við slakan kost, ss. í yfirgefnu atvinnuhúsnæði eða vinnuskúrum.
Það er alltof auðvelt að taka hlutina úr samhengi, orð Jóns Magnússonar í blaðagrein á haustdögum, þar sem hann segir að hann vilji ekki sjá öfgamenn úr bræðralagi Múhameðs, hafa verið tekin og þýdd sem, "ég vil ekki sjá neina útlendinga hér, ég er rasisti".
Þetta er náttúrlega algjört bull.
Hver vill fá öfgahópa í næsta nágrenni við sig, sama hvað guð þeir aðhyllast? Er það ekki staðreynd að islamskir ofsatrúar menn hafa verið skæðir í hryðjuverkum undanfarin ár? Viljum við bjóða þá velkomna til okkar....?
Ég er nokkuð viss um að jafnvel hörðustu óvinir Jóns Magnússonar munu svara þessu neitandi.
Er ekki komin tími til að líta á þessi mál raunsætt, með opnum huga, og viðurkenna þá staðreynd að ef ekki verður rekin ábyrg innflytjendapólitík á Íslandi næstu árin, munum við enda eins og Danmörk og Svíþjóð, sem hafa verið að reka sig á ógrynni af vandamálum tengt innflytjendum undanfarin ár. T.d. voru 95% af glæpum í Svíþjóð, fyrir nokkrum árum, framin af innlytjendum.
Ég er ekki að dæma alla eftir þessari statistík, en þetta eru skelfilegar tölur.
Kv. Einar Ben.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:31 | Facebook
Athugasemdir
Það hefur aldrei mátt ræða þessi mál í samfélaginu þá hlaupa hinir og þessir upp til handa og fóta eins og veinandi kellíngar og hrópa "kynþáttahatur", "fordómar". Ég er sammála því að það á auðvitað að vera með þessi mál í umræðunni og hafa hlutina eins og skynsemi manna segir, ekki bara flytja inn heilu vinnuflokkana frá t.d. Póllandi og svíða þá svo um munar, borga ekki eftir töxtum og rýja þá öllum réttindum, svei og skömm.
Einar Sveinn Guðmundsson, 6.2.2007 kl. 15:00
Það er gott að við erum á sama báti með þetta nafni, ég get þá sennilega treyst því að þú setjir x við F í vor.....
Einar Ben, 6.2.2007 kl. 22:54
Ja eg er ad morgu leiti sammala ykkur Einurum to svo eg aetli sennilega ekki ad kjosa Frjalslynda nuna. Eg by nu i Englandi og her segir Tony Blair forsaetisradherra og leidtogi Verkamannaflokksins fullum fetum ad ekki komi til greina ad hleypa hingad inn utlendingum sem ekki vilji sam sama sig Bresku tjodfelagi, reglum tess og logum og einnig virda mannrettindi tjodfelagsins. Einnig segir hann ad medlimir ofgasamtok Muslima seu ekki velkomnir hingad og gegn teim ahryfum teirra verdi barist. Hann ne Breski Verkamannaflokkurinn er samt ekki sakadur um botnlausan rasisma nema ta af einangrudum hopi ofgasamtaka Muslima. Eg botna tvi alls ekkert i tessari heift og rugli sem ordid hefur utaf ordum Jons Magnussonar og fleiri lidsmanna Frjalslyndra um ad tad turfi adeins ad staldra vid og skoda hlutina fra ollum hlidum. Mer finnst teir stjornmalamenn sem hafa hingad til bara viljad stinga hausnum i sandinn en radast nu a Frjalslynda flokkinn med heift og gifuryrdum um kyntattahatur, gera sig half kjanalega. G.I.
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 15:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.